BHP hækkar tilboðið í Rio Tinto 6. febrúar 2008 09:37 Marius Kloppers, forstjóri BHP Billiton. Mynd/AFP Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. Tilboð BHP hækkaði um þrettán prósent og hljóðar upp á 147,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 9.552 milljarða íslenskra króna. Allt kaupverð verður greitt með hlutabréfum og fá hluthafar Rio Tinto 3,4 bréf í BHP fyrir hvert eitt bréf sitt. Fjármálasérfræðingar segja í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að hækkunin sé BHP nauðsynleg ætli félagið að tryggja sér Rio Tinto. Það geti hins vegar orðið félaginu þungur baggi enda ljóst að greitt verði yfirverð fyrir það. Gengi hlutabréfanna í BHP féll við þetta um heil fimm prósent í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi en viðlíka fall hefur ekki sést í 20 ár. Inn í spilar að félagið skilaði minni hagnaði í fyrra en árið á undan en það er afleiðing af lágum dollar gagnvart helstu gjaldmiðlum, hærri rekstrarkostnaði og verðlækkunar á málmum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ástralska námafélagið BHP Billiton hefur hækkað óvinveitt yfirtökutilboð sitt í ál- og námurisann Rio Tinto. Helsta ástæðan fyrir bættu tilboði er gagntilboð frá Chinalco, stærsta álfélagi Kína, sem er í ríkiseigu, í Rio Tinto. Gengi hlutabréfa í BHP féll um fimm prósent í kjölfarið. Tilboð BHP hækkaði um þrettán prósent og hljóðar upp á 147,4 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 9.552 milljarða íslenskra króna. Allt kaupverð verður greitt með hlutabréfum og fá hluthafar Rio Tinto 3,4 bréf í BHP fyrir hvert eitt bréf sitt. Fjármálasérfræðingar segja í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að hækkunin sé BHP nauðsynleg ætli félagið að tryggja sér Rio Tinto. Það geti hins vegar orðið félaginu þungur baggi enda ljóst að greitt verði yfirverð fyrir það. Gengi hlutabréfanna í BHP féll við þetta um heil fimm prósent í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi en viðlíka fall hefur ekki sést í 20 ár. Inn í spilar að félagið skilaði minni hagnaði í fyrra en árið á undan en það er afleiðing af lágum dollar gagnvart helstu gjaldmiðlum, hærri rekstrarkostnaði og verðlækkunar á málmum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira