Sigurjón Þ. Árnason í Mannamáli 8. febrúar 2008 17:06 Þéttur Mannamálsþáttur hjá mér á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, líklega vaskasti bankamaður landsins. Hef rætt við þennan ástríðufulla peningamann síðustu daga - og það veður á karli; honum er lagið að útskýra tiltölulega flókna hluti á mannamáli, sem er ekki öllum gefið. Vitaskuld ræðum við um fjármáladífuna, evruna, krónuna og nagandi baktal skandinava um meinta hallærið á Íslandi. Ritstjórar tveggja vinsælustu dagblaðanna koma líka til mín, þeir Jón Kaldal frá Fréttablaðinu og Ólafur Stephensen frá 24 stundum, til að ræða ófarir Moggans sem kominn er í þriðja sætið yfir mest lesnu blöðin; ja, nú er hún Snorrabúð stekkur - eða hvað? Hvað getur Mogginn gert? Harðnað enn í pólitísku heiftinni? Einar Már og Gerður Kristný verða svo á sínum póstum - og tala tungum. Allt saman í opinni dagskrá strax eftir fréttir á sunnudag. Takk fyrirfram, fyrir að horfa ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun
Þéttur Mannamálsþáttur hjá mér á sunnudagskvöld. Aðalgestur minn verður Sigurjón Þorvaldur Árnason, bankastjóri Landsbankans, líklega vaskasti bankamaður landsins. Hef rætt við þennan ástríðufulla peningamann síðustu daga - og það veður á karli; honum er lagið að útskýra tiltölulega flókna hluti á mannamáli, sem er ekki öllum gefið. Vitaskuld ræðum við um fjármáladífuna, evruna, krónuna og nagandi baktal skandinava um meinta hallærið á Íslandi. Ritstjórar tveggja vinsælustu dagblaðanna koma líka til mín, þeir Jón Kaldal frá Fréttablaðinu og Ólafur Stephensen frá 24 stundum, til að ræða ófarir Moggans sem kominn er í þriðja sætið yfir mest lesnu blöðin; ja, nú er hún Snorrabúð stekkur - eða hvað? Hvað getur Mogginn gert? Harðnað enn í pólitísku heiftinni? Einar Már og Gerður Kristný verða svo á sínum póstum - og tala tungum. Allt saman í opinni dagskrá strax eftir fréttir á sunnudag. Takk fyrirfram, fyrir að horfa ... -SER.