Nýtt hlutafé í Société Generale með afslætti 11. febrúar 2008 09:11 Daniel Bouton, forstjóri Société Generale. Mynd/AFP Franski bankinn Société Generale hóf í dag hlutafjárútboð sem reiknað er með að muni bæta eiginfjárstöðu hans um 5,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 550 milljarða íslenskra króna. Athygli vekur að hlutafjárútboðið er með afslætti og heilum 38,9 prósentum undir lokagengi bréfa í bankanum á föstudag í síðustu viku. Fréttastofa Reuters hefur eftir greinanda hjá Kepler Landsbanki, dótturfyrirtæki Landsbankans í Frakklandi, að verðmiðinn í hlutafjáraukningunni sé afar lágur. Gengi bréfa í Société Generale féll um sex prósent við upphaf viðskiptadagsins í Frakklandi í dag og stendur það í 73 evrum á hlut. Erlendir fjölmiðlar segja það sýna þá veiku stöðu sem bankinn sé í. Bankinn tapaði 4,9 milljörðum evra, jafnvirði um 490 milljörðum íslenskra króna, á verðbréfabraski eins miðlara á dögunum. Miðlarinn heitir Jerome Kerviel og veðjaði í nafni bankans á að gengi hlutabréfa myndi hækka á sama tíma og raunin varð önnur. Þetta er eitt umsvifamesta mál af þessum meiði í heimi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Franski bankinn Société Generale hóf í dag hlutafjárútboð sem reiknað er með að muni bæta eiginfjárstöðu hans um 5,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 550 milljarða íslenskra króna. Athygli vekur að hlutafjárútboðið er með afslætti og heilum 38,9 prósentum undir lokagengi bréfa í bankanum á föstudag í síðustu viku. Fréttastofa Reuters hefur eftir greinanda hjá Kepler Landsbanki, dótturfyrirtæki Landsbankans í Frakklandi, að verðmiðinn í hlutafjáraukningunni sé afar lágur. Gengi bréfa í Société Generale féll um sex prósent við upphaf viðskiptadagsins í Frakklandi í dag og stendur það í 73 evrum á hlut. Erlendir fjölmiðlar segja það sýna þá veiku stöðu sem bankinn sé í. Bankinn tapaði 4,9 milljörðum evra, jafnvirði um 490 milljörðum íslenskra króna, á verðbréfabraski eins miðlara á dögunum. Miðlarinn heitir Jerome Kerviel og veðjaði í nafni bankans á að gengi hlutabréfa myndi hækka á sama tíma og raunin varð önnur. Þetta er eitt umsvifamesta mál af þessum meiði í heimi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira