Pólitík þagnarinnar 11. febrúar 2008 11:10 Ég man ekki til þess í annan tíma að jafn mikil þögn hafi umlukið nokkurt íslenskt stjórnmálaafl og gamla góða Sjálfstæðisflokkinn nú um stundir. Þögnin er alger. Og yfirþyrmandi. Já, og altumlykjandi. En vitaskuld má greina hósta og stunur í bakherbergjunum. Eða altént má ímynda sér hvorutveggja. Pólitísku búkhljóðin eru þarna einhvers staðar ... en þeim er skipulega haldið til hlés. Heill stjórnmálaflokkur er ekki til viðtals um það sem er að gerast í stjórnmálunum. Eða er hann kannski ekki heill? Á meðan kvarnast úr ímynd Sjálfstæðisflokksins sem trausts og trúverðugs stjórnmálaflokks. Á meðan efast stór hluti þjóðarinnar um að flokkurinn hafi stjórn á sjálfum sér. Flokkurinn hefur greinilega ekki svör. Hann hefur lokað sig af inni í kústaskáp eins og lítill strákur sem veit upp á sig skömmina og bíður þess eins að reiði foreldrana líði hjá. Hættan er hins vegar sú að flokkurinn líði hjá. Spurningin er vitaskuld sú hvort oddvitinn sé þess virði ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun
Ég man ekki til þess í annan tíma að jafn mikil þögn hafi umlukið nokkurt íslenskt stjórnmálaafl og gamla góða Sjálfstæðisflokkinn nú um stundir. Þögnin er alger. Og yfirþyrmandi. Já, og altumlykjandi. En vitaskuld má greina hósta og stunur í bakherbergjunum. Eða altént má ímynda sér hvorutveggja. Pólitísku búkhljóðin eru þarna einhvers staðar ... en þeim er skipulega haldið til hlés. Heill stjórnmálaflokkur er ekki til viðtals um það sem er að gerast í stjórnmálunum. Eða er hann kannski ekki heill? Á meðan kvarnast úr ímynd Sjálfstæðisflokksins sem trausts og trúverðugs stjórnmálaflokks. Á meðan efast stór hluti þjóðarinnar um að flokkurinn hafi stjórn á sjálfum sér. Flokkurinn hefur greinilega ekki svör. Hann hefur lokað sig af inni í kústaskáp eins og lítill strákur sem veit upp á sig skömmina og bíður þess eins að reiði foreldrana líði hjá. Hættan er hins vegar sú að flokkurinn líði hjá. Spurningin er vitaskuld sú hvort oddvitinn sé þess virði ... -SER.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun