Kjallari og bakdyr 11. febrúar 2008 15:39 Svo er komið fyrir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að hann fer ýmist bakdyramegin út af fundi eða út um kjallarann. Þetta heitir á mannamáli að geta ekki horfst í augu við veruleikann. Hádegisfundur Vilhjálms Þonn var rislítill. Hann ætlar að halda áfram, en þó eiginlega ekki alveg ... Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn mun þjást næstu vikurnar. Innanmeinið leggst þungt á hann. Og óskaplega sem Villi var einn á þessum fundi. Enginn af félögum hans í borgarstjórnarflokknum vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum, að því er fram kemur á visir.is. Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir yfirgáfu fundinn orðalaust og bægðu blaðamönnum frá sér. Gísli Marteinn og Hanna Birna yfirgáfu Valhöll með því að fara út um kjallara hússins. Ó, boj, ó boj ... Ó, borg mín borg ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun
Svo er komið fyrir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að hann fer ýmist bakdyramegin út af fundi eða út um kjallarann. Þetta heitir á mannamáli að geta ekki horfst í augu við veruleikann. Hádegisfundur Vilhjálms Þonn var rislítill. Hann ætlar að halda áfram, en þó eiginlega ekki alveg ... Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn mun þjást næstu vikurnar. Innanmeinið leggst þungt á hann. Og óskaplega sem Villi var einn á þessum fundi. Enginn af félögum hans í borgarstjórnarflokknum vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum, að því er fram kemur á visir.is. Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir yfirgáfu fundinn orðalaust og bægðu blaðamönnum frá sér. Gísli Marteinn og Hanna Birna yfirgáfu Valhöll með því að fara út um kjallara hússins. Ó, boj, ó boj ... Ó, borg mín borg ... -SER.