Pólitísk endurvinnsla 12. febrúar 2008 10:40 Hvernig fer maður að því að endurvinna tapað traust? Í sem skemmstu máli tekur það langan tíma. Í tilviki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; of langan. Árið mun ekki duga honum. Það er morgunljóst Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðiusflokksins, sagði í viðtali við mig fyrir margt löngu að stjórnmálamenn þrifust aðeins á einu; trausti. Það var rétt hjá honum. Og það er og verður rétt hjá honum. Davíð sagði þetta um það leyti sem hann hvatti félaga Árna Johnsen til að segja af sér þingmennsku eftir stórfelldar ávirðingar um pólitíska spillingu og fingralengd. En hver er þá glæpur Vilhjálms? Stal hann einhverju? Jú, talsverðu trúverðugleika flokksins. Og sjálfs sín sem oddvita. Það ku heita pólitískur glæpur ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun
Hvernig fer maður að því að endurvinna tapað traust? Í sem skemmstu máli tekur það langan tíma. Í tilviki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; of langan. Árið mun ekki duga honum. Það er morgunljóst Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðiusflokksins, sagði í viðtali við mig fyrir margt löngu að stjórnmálamenn þrifust aðeins á einu; trausti. Það var rétt hjá honum. Og það er og verður rétt hjá honum. Davíð sagði þetta um það leyti sem hann hvatti félaga Árna Johnsen til að segja af sér þingmennsku eftir stórfelldar ávirðingar um pólitíska spillingu og fingralengd. En hver er þá glæpur Vilhjálms? Stal hann einhverju? Jú, talsverðu trúverðugleika flokksins. Og sjálfs sín sem oddvita. Það ku heita pólitískur glæpur ... -SER.