Tónninn í fólki utan Reykjavíkur 15. febrúar 2008 17:43 Feikileg viðbrögð við pistli mínum um Reykjavíkurflugvöll sem ég reit fyrr í dag. Þetta er tilfinningamál. Það kveður við harðan tón fólks utan borgarinnar (mér leiðist orðið landsbyggð - og ekki er það skárra að eiga að heita að búa úti á landi). Nema hvað. Hér kemur gott dæmi: "Þvílíkur dilettantismus hjá borgarfulltrúum. Er þetta fólkið sem á að taka af skarið um það hvort við á landsbyggðinni verðum að fljúga til Keflavíkur ef við skyldum eiga erindi til höfuðborgarinnar? En af hverju þurfum við svo oft að sækja suður? Því þar er öllu hlaðið niður. Jafnvel fyrir smávegis læknisskoðun þurfa menn að leggja land undir fót. Það er sko ekki útsynningurinn eða gay-parade, sem knýr okkur af stað. OK, mín vegna innanlandsflugið til Keflavíkur, en þá nokkur ráðuneyti, menntastofnanir og sjúkrahús út á land. Ójafnvægi í byggð landsins og neikvæðar afleiðingar þess virðast ekki einu sinni vera á dagskrá hjá pólitíkusum. Samt eru þau ófá Evrópulöndin, sem eru að súpa seyðið af slíkri þróun. Af eigin raun þekki ég ástandið í Grikklandi, en þar snýst allt, sko virkilega allt, um Aþenuborg. Allir vilja bú þar, kapitalið rennur þangað. Og afleiðingin? Sjón er sögu ríkari. Þessvegna, já einmitt þess vegna, er það “lífsnauðsynlegt” fyrir allt landið að álver rísi á Norðurlandi eystra, en ekki á Suðvesturhorninu." Svona er tónninn, til dæmis ... Þetta snýst auðvitað um það hvort Reykjavík á að heita höfuðborg með öllu tilheyrandi ... eða ekki ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Feikileg viðbrögð við pistli mínum um Reykjavíkurflugvöll sem ég reit fyrr í dag. Þetta er tilfinningamál. Það kveður við harðan tón fólks utan borgarinnar (mér leiðist orðið landsbyggð - og ekki er það skárra að eiga að heita að búa úti á landi). Nema hvað. Hér kemur gott dæmi: "Þvílíkur dilettantismus hjá borgarfulltrúum. Er þetta fólkið sem á að taka af skarið um það hvort við á landsbyggðinni verðum að fljúga til Keflavíkur ef við skyldum eiga erindi til höfuðborgarinnar? En af hverju þurfum við svo oft að sækja suður? Því þar er öllu hlaðið niður. Jafnvel fyrir smávegis læknisskoðun þurfa menn að leggja land undir fót. Það er sko ekki útsynningurinn eða gay-parade, sem knýr okkur af stað. OK, mín vegna innanlandsflugið til Keflavíkur, en þá nokkur ráðuneyti, menntastofnanir og sjúkrahús út á land. Ójafnvægi í byggð landsins og neikvæðar afleiðingar þess virðast ekki einu sinni vera á dagskrá hjá pólitíkusum. Samt eru þau ófá Evrópulöndin, sem eru að súpa seyðið af slíkri þróun. Af eigin raun þekki ég ástandið í Grikklandi, en þar snýst allt, sko virkilega allt, um Aþenuborg. Allir vilja bú þar, kapitalið rennur þangað. Og afleiðingin? Sjón er sögu ríkari. Þessvegna, já einmitt þess vegna, er það “lífsnauðsynlegt” fyrir allt landið að álver rísi á Norðurlandi eystra, en ekki á Suðvesturhorninu." Svona er tónninn, til dæmis ... Þetta snýst auðvitað um það hvort Reykjavík á að heita höfuðborg með öllu tilheyrandi ... eða ekki ... -SER.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun