Mín Madonna 15. febrúar 2008 22:56 Lengi vel hélt ég að Madonna væri söngkona. Hafði svo sem aldri miklar mætur á henni. Og þykir vart enn. En mín Madonna er skíðasvæði. Nánar tiltekið í ítölsku Ölpunum. Lítill, já verulega lítill snotur skíðabær í 1500 metra hæð ysm þar sem póstkortin blasa við manni á hverju götuhorni. Ég er að fara þangað í fyrramál. Vikutími. Óttast mest að skíðin mín beri ekki lengur þessi tæpu hundrað kíló sem ég er orðinn. Tæpu, vel að merkja. Mun fara hægt, fyrsta daginn. Afar hægt. Enda að verða gamall. Nokkuð gamall. Auðvitað verður þetta yndislegt. Ég sendi lesendum póst, vonandi heilan og ekki brotinn ... um það hvernig þessum tæpu hundrað kílóum farnast í stórum hundrað sentimetra þykkum púðursnjónum ... Madonna já, mín Madonna ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun
Lengi vel hélt ég að Madonna væri söngkona. Hafði svo sem aldri miklar mætur á henni. Og þykir vart enn. En mín Madonna er skíðasvæði. Nánar tiltekið í ítölsku Ölpunum. Lítill, já verulega lítill snotur skíðabær í 1500 metra hæð ysm þar sem póstkortin blasa við manni á hverju götuhorni. Ég er að fara þangað í fyrramál. Vikutími. Óttast mest að skíðin mín beri ekki lengur þessi tæpu hundrað kíló sem ég er orðinn. Tæpu, vel að merkja. Mun fara hægt, fyrsta daginn. Afar hægt. Enda að verða gamall. Nokkuð gamall. Auðvitað verður þetta yndislegt. Ég sendi lesendum póst, vonandi heilan og ekki brotinn ... um það hvernig þessum tæpu hundrað kílóum farnast í stórum hundrað sentimetra þykkum púðursnjónum ... Madonna já, mín Madonna ... -SER.