Liverpool í vænlegri stöðu 19. febrúar 2008 21:35 Steven Gerrard Nordic Photos / Getty Images Liverpool 2-0 Inter Milan 1-0 Dirk Kuyt ('85) 2-0 Steven Gerrard ('90) Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn á Anfield var í sjálfu sér ekki mikið fyrir augað og ekki skánaði það þegar gestirnir misstu Marco Materazzi af velli eftir hálftíma leik. Materazzi fékk þá að líta sitt annað gula spjald eftir viðureign við Fernando Torres og uppskar rautt spjald. Ef til vill nokkuð harður dómur, en varamaðurinn Patrick Vieira var líka heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann handlék knöttinn í teignum. Þeir rauðklæddu nýttu sér ekki liðsmuninn fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka þegar skot hollenska framherjans Kuyt hrökk af varnarmanni og í netið. Það var svo fyrirliðinn Steven Gerrard sem innsiglaði sigurinn á 90. mínútu þegar langskot hans hrökk af stönginni og í netið og ekki hægt að segja að markvörður Inter hafi verið vel með á nótunum. Þetta var fimmta mark fyrirliðans fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur í sjö leikjum - og fimmtugasta mark hans á Anfield á ferlinum. Liverpool má því vel una fyrir síðari leikinn í Mílanó, en gaman verður að sjá hvernig Inter bregst við fyrsta tapi sínu í hvorki meira né minna en fimm mánuði. Roma 2-1 Real Madrid 0-1 Raul ('8) 1-1 David Pizarro ('24) 2-1 Mancini ('58) Roma vann góðan 2-1 sigur á Real Madrid á heimavelli sínum í Róm. Það var markahrókurinn Raul sem kom gestunum reyndar yfir eftir aðeins 8 mínútur með 60. marki sínu í Meistaradeild Evrópu. David Pizarro jafnaði á 24. mínútu. Það var svo Manchini sem skoraði sigurmark Rómverja á 58. mínútu og þar við sat, en Madridarmenn gætu verið verr settir með mark á útivelli fyrir síðari leikinn á Spáni. Olympiakos 0-0 Chelsea Olympiakos og Chelsea skildu jöfn í markalausum leik í Grikklandi þar sem frammistaða gestanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. John Terry, Frank Lampard og Nicolas Anelka voru ekki í byrjunarliði Chelsea, en þeir tveir síðastnefndu náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeim var skipti inn á. Didier Drogba var á sínum stað í liði Chelsea en virkaði meiddur og náði lítið að sýna. Schalke 1-0 Porto 1-0 Kevin Kuranyi ('4) Loks vann þýska liðið Schalke 1-0 sigur á Porto frá Portúgal þar sem framherjinn Kevin Kuranyi skoraði sigurmark heimamanna. Porto-menn voru mun meira með boltann í leiknum og áttu helmingi fleiri marktilraunir en heimamenn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Sjá meira
Liverpool 2-0 Inter Milan 1-0 Dirk Kuyt ('85) 2-0 Steven Gerrard ('90) Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn á Anfield var í sjálfu sér ekki mikið fyrir augað og ekki skánaði það þegar gestirnir misstu Marco Materazzi af velli eftir hálftíma leik. Materazzi fékk þá að líta sitt annað gula spjald eftir viðureign við Fernando Torres og uppskar rautt spjald. Ef til vill nokkuð harður dómur, en varamaðurinn Patrick Vieira var líka heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann handlék knöttinn í teignum. Þeir rauðklæddu nýttu sér ekki liðsmuninn fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka þegar skot hollenska framherjans Kuyt hrökk af varnarmanni og í netið. Það var svo fyrirliðinn Steven Gerrard sem innsiglaði sigurinn á 90. mínútu þegar langskot hans hrökk af stönginni og í netið og ekki hægt að segja að markvörður Inter hafi verið vel með á nótunum. Þetta var fimmta mark fyrirliðans fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur í sjö leikjum - og fimmtugasta mark hans á Anfield á ferlinum. Liverpool má því vel una fyrir síðari leikinn í Mílanó, en gaman verður að sjá hvernig Inter bregst við fyrsta tapi sínu í hvorki meira né minna en fimm mánuði. Roma 2-1 Real Madrid 0-1 Raul ('8) 1-1 David Pizarro ('24) 2-1 Mancini ('58) Roma vann góðan 2-1 sigur á Real Madrid á heimavelli sínum í Róm. Það var markahrókurinn Raul sem kom gestunum reyndar yfir eftir aðeins 8 mínútur með 60. marki sínu í Meistaradeild Evrópu. David Pizarro jafnaði á 24. mínútu. Það var svo Manchini sem skoraði sigurmark Rómverja á 58. mínútu og þar við sat, en Madridarmenn gætu verið verr settir með mark á útivelli fyrir síðari leikinn á Spáni. Olympiakos 0-0 Chelsea Olympiakos og Chelsea skildu jöfn í markalausum leik í Grikklandi þar sem frammistaða gestanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. John Terry, Frank Lampard og Nicolas Anelka voru ekki í byrjunarliði Chelsea, en þeir tveir síðastnefndu náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeim var skipti inn á. Didier Drogba var á sínum stað í liði Chelsea en virkaði meiddur og náði lítið að sýna. Schalke 1-0 Porto 1-0 Kevin Kuranyi ('4) Loks vann þýska liðið Schalke 1-0 sigur á Porto frá Portúgal þar sem framherjinn Kevin Kuranyi skoraði sigurmark heimamanna. Porto-menn voru mun meira með boltann í leiknum og áttu helmingi fleiri marktilraunir en heimamenn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Sjá meira