Liverpool í vænlegri stöðu 19. febrúar 2008 21:35 Steven Gerrard Nordic Photos / Getty Images Liverpool 2-0 Inter Milan 1-0 Dirk Kuyt ('85) 2-0 Steven Gerrard ('90) Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn á Anfield var í sjálfu sér ekki mikið fyrir augað og ekki skánaði það þegar gestirnir misstu Marco Materazzi af velli eftir hálftíma leik. Materazzi fékk þá að líta sitt annað gula spjald eftir viðureign við Fernando Torres og uppskar rautt spjald. Ef til vill nokkuð harður dómur, en varamaðurinn Patrick Vieira var líka heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann handlék knöttinn í teignum. Þeir rauðklæddu nýttu sér ekki liðsmuninn fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka þegar skot hollenska framherjans Kuyt hrökk af varnarmanni og í netið. Það var svo fyrirliðinn Steven Gerrard sem innsiglaði sigurinn á 90. mínútu þegar langskot hans hrökk af stönginni og í netið og ekki hægt að segja að markvörður Inter hafi verið vel með á nótunum. Þetta var fimmta mark fyrirliðans fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur í sjö leikjum - og fimmtugasta mark hans á Anfield á ferlinum. Liverpool má því vel una fyrir síðari leikinn í Mílanó, en gaman verður að sjá hvernig Inter bregst við fyrsta tapi sínu í hvorki meira né minna en fimm mánuði. Roma 2-1 Real Madrid 0-1 Raul ('8) 1-1 David Pizarro ('24) 2-1 Mancini ('58) Roma vann góðan 2-1 sigur á Real Madrid á heimavelli sínum í Róm. Það var markahrókurinn Raul sem kom gestunum reyndar yfir eftir aðeins 8 mínútur með 60. marki sínu í Meistaradeild Evrópu. David Pizarro jafnaði á 24. mínútu. Það var svo Manchini sem skoraði sigurmark Rómverja á 58. mínútu og þar við sat, en Madridarmenn gætu verið verr settir með mark á útivelli fyrir síðari leikinn á Spáni. Olympiakos 0-0 Chelsea Olympiakos og Chelsea skildu jöfn í markalausum leik í Grikklandi þar sem frammistaða gestanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. John Terry, Frank Lampard og Nicolas Anelka voru ekki í byrjunarliði Chelsea, en þeir tveir síðastnefndu náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeim var skipti inn á. Didier Drogba var á sínum stað í liði Chelsea en virkaði meiddur og náði lítið að sýna. Schalke 1-0 Porto 1-0 Kevin Kuranyi ('4) Loks vann þýska liðið Schalke 1-0 sigur á Porto frá Portúgal þar sem framherjinn Kevin Kuranyi skoraði sigurmark heimamanna. Porto-menn voru mun meira með boltann í leiknum og áttu helmingi fleiri marktilraunir en heimamenn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Liverpool 2-0 Inter Milan 1-0 Dirk Kuyt ('85) 2-0 Steven Gerrard ('90) Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Leikurinn á Anfield var í sjálfu sér ekki mikið fyrir augað og ekki skánaði það þegar gestirnir misstu Marco Materazzi af velli eftir hálftíma leik. Materazzi fékk þá að líta sitt annað gula spjald eftir viðureign við Fernando Torres og uppskar rautt spjald. Ef til vill nokkuð harður dómur, en varamaðurinn Patrick Vieira var líka heppinn að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu þegar hann handlék knöttinn í teignum. Þeir rauðklæddu nýttu sér ekki liðsmuninn fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka þegar skot hollenska framherjans Kuyt hrökk af varnarmanni og í netið. Það var svo fyrirliðinn Steven Gerrard sem innsiglaði sigurinn á 90. mínútu þegar langskot hans hrökk af stönginni og í netið og ekki hægt að segja að markvörður Inter hafi verið vel með á nótunum. Þetta var fimmta mark fyrirliðans fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vetur í sjö leikjum - og fimmtugasta mark hans á Anfield á ferlinum. Liverpool má því vel una fyrir síðari leikinn í Mílanó, en gaman verður að sjá hvernig Inter bregst við fyrsta tapi sínu í hvorki meira né minna en fimm mánuði. Roma 2-1 Real Madrid 0-1 Raul ('8) 1-1 David Pizarro ('24) 2-1 Mancini ('58) Roma vann góðan 2-1 sigur á Real Madrid á heimavelli sínum í Róm. Það var markahrókurinn Raul sem kom gestunum reyndar yfir eftir aðeins 8 mínútur með 60. marki sínu í Meistaradeild Evrópu. David Pizarro jafnaði á 24. mínútu. Það var svo Manchini sem skoraði sigurmark Rómverja á 58. mínútu og þar við sat, en Madridarmenn gætu verið verr settir með mark á útivelli fyrir síðari leikinn á Spáni. Olympiakos 0-0 Chelsea Olympiakos og Chelsea skildu jöfn í markalausum leik í Grikklandi þar sem frammistaða gestanna var ekki til að hrópa húrra fyrir. John Terry, Frank Lampard og Nicolas Anelka voru ekki í byrjunarliði Chelsea, en þeir tveir síðastnefndu náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeim var skipti inn á. Didier Drogba var á sínum stað í liði Chelsea en virkaði meiddur og náði lítið að sýna. Schalke 1-0 Porto 1-0 Kevin Kuranyi ('4) Loks vann þýska liðið Schalke 1-0 sigur á Porto frá Portúgal þar sem framherjinn Kevin Kuranyi skoraði sigurmark heimamanna. Porto-menn voru mun meira með boltann í leiknum og áttu helmingi fleiri marktilraunir en heimamenn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti