Það er alltaf nóg um óvænt úrslit í þýsku bikarkeppninni. Stuttgart féll úr leik fyrir 2. deildarliðinu Carl Jeiss Jena eftir vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2.
Carl Jeiss Jena komst því í undanúrslit bikarsins en það gerði Borussia Dortmund einnig eftir að hafa unnið 2. deildarliðið Hoffenheim 3-1.