Olíuverð í sögulegu hámarki 27. febrúar 2008 11:02 Maður horfir á mælinn tikka á bensínstöð. Verðið á bensíndropanum hefur hækkað samhliða hráolíuverðinu, sem stendur í hæstu hæðum. Mynd/AFP Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. Verðið fór hæst í 102,08 dali á tunnu í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og í Lundúnum í Bretlandi í dag. Helstu þættir sem stýra verðþróun á hráolíu í dag er veiking bandaríkjadals og verðhækkun á hrávöruverði, svo sem hveiti, kaffi og eðalmálmum á borð við gull en hrávöruvísitölur standa nú í hæstu hæðum. Olivier Jakob, svissneskur sérfræðingur um olíumarkaðinn, segir í samtali við Bloomberg-fréttastofuna í dag, að fjárfestar hafi í auknum mæli keypt hrávöru til að verja sig gegn aukinni verðbólgu og lækkun á gengi bandaríkjadals. „Haldi dollarinn áfram að lækka á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum aukast ekki þá gæti olíuverðið hæglega farið í 105 dali á tunnu," segir hann. Bandaríska orkumálaráðneytið birtir skýrslu sína um olíubirgðir í Bandaríkjunum í dag. Reiknað er með að birgðirnar hafi aukist á milli vikna, að sögn Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. Verðið fór hæst í 102,08 dali á tunnu í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og í Lundúnum í Bretlandi í dag. Helstu þættir sem stýra verðþróun á hráolíu í dag er veiking bandaríkjadals og verðhækkun á hrávöruverði, svo sem hveiti, kaffi og eðalmálmum á borð við gull en hrávöruvísitölur standa nú í hæstu hæðum. Olivier Jakob, svissneskur sérfræðingur um olíumarkaðinn, segir í samtali við Bloomberg-fréttastofuna í dag, að fjárfestar hafi í auknum mæli keypt hrávöru til að verja sig gegn aukinni verðbólgu og lækkun á gengi bandaríkjadals. „Haldi dollarinn áfram að lækka á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum aukast ekki þá gæti olíuverðið hæglega farið í 105 dali á tunnu," segir hann. Bandaríska orkumálaráðneytið birtir skýrslu sína um olíubirgðir í Bandaríkjunum í dag. Reiknað er með að birgðirnar hafi aukist á milli vikna, að sögn Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira