Viðskipti innlent

Lánshæfishorfur ríkisins versna

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur fært lánshæfishorfur ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Skuldabréfaútgáfa ríkisins fær engu að síður einkunnin Aaa, sem er hæsta einkunn. Staða ríkissjóðs er sögð sterk enda skuldir þess nánast engar.

Bankarnir hafa áhrif til lækkunar, að því er segir í matinu. Breyttar horfur á lánshæfi ríkisins eru komnar til vegna nýlegra lækkana og mati á lánshæfiseinkunum stærstu viðskiptabankanna þriggja.

Versnandi horfur í fjármálaheiminum og endurmat á styrkleika bankanna endurspeglast í breyttum horfum, að sögn Moody's.

Mat Moody's á lánshæfishorfum ríkisins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×