Fleiri veðjuðu á Real Madrid Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2008 10:47 Mirko Vucinic fagnar sigurmarki sínu fyrir Roma í gær. Nordic Photos / AFP Naumur meirihluti lesenda Vísis reiknuðu með að Real Madrid myndi ná að slá út Roma í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og höfðu þar með rangt fyrir sér. Roma vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1, og þurftu Madrídingar því aðeins að skora eitt mark í síðari leiknum og halda svo hreinu til að komast áfram. 55,5 prósent lesenda Vísis töldu að Madrídingum tækist að vinna Rómverja en 44,5 prósent reiknuðu frekar með því að Rómverjar kæmust áfram í keppninni. En Rómverjar héldu föstu fyrir og urðu svo fyrri til að skora á 73. mínútu leiksins. Real jafnaði skömmu síðar en Roma tryggði sér svo sigur í leiknum í uppbótartíma og þar með sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn var gríðarlega harður en metjöfnun átti sér stað í fjölda spjalda sem fóru á loft. Dómarinn lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum á loft í leiknum, þar af sama leikmanninum tvívegis. Tvívegis áður hafa ellefu gul spjöld farið á loft, í leik Panathinaikos og Juventus árið 2000 og svo í leik Roma og Lyon í fyrra. Þetta var fjórða árið í röð sem Real Madrid dettur úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá kemur í ljós að ef síðustu fimm tímabil í Meistaradeildinni eru tekin saman kemst Real Madrid ekki á lista átta efstu liða yfir flesta unna leiki í keppninni. AC Milan hefur unnið flesta leiki á þessu tímabili, 30 talsins. Chelsea kemur næst með 26 sigurleiki, þá Lyon (25), Arsenal (24), Barcelona (23), Manchester United (23), Liverpool (22) og Inter (21). Real Madrid kemur svo í níunda sæti með 20 sigurleiki. Spurning dagsins snýst að þessu sinni um ensku úrvalsdeildina. Eftir sigur Liverpool á West Ham í gær er ljóst að Everton og Liverpool eru nú jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar. 4. sætið er eftirsóknarvert þar sem það veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Við spyrjum því „Hvaða lið endar í fjórða sæti í Englandi?" og gefum þrjá svarmöguleika - Everton, Liverpool eða annað lið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Naumur meirihluti lesenda Vísis reiknuðu með að Real Madrid myndi ná að slá út Roma í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og höfðu þar með rangt fyrir sér. Roma vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-1, og þurftu Madrídingar því aðeins að skora eitt mark í síðari leiknum og halda svo hreinu til að komast áfram. 55,5 prósent lesenda Vísis töldu að Madrídingum tækist að vinna Rómverja en 44,5 prósent reiknuðu frekar með því að Rómverjar kæmust áfram í keppninni. En Rómverjar héldu föstu fyrir og urðu svo fyrri til að skora á 73. mínútu leiksins. Real jafnaði skömmu síðar en Roma tryggði sér svo sigur í leiknum í uppbótartíma og þar með sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn var gríðarlega harður en metjöfnun átti sér stað í fjölda spjalda sem fóru á loft. Dómarinn lyfti gula spjaldinu ellefu sinnum á loft í leiknum, þar af sama leikmanninum tvívegis. Tvívegis áður hafa ellefu gul spjöld farið á loft, í leik Panathinaikos og Juventus árið 2000 og svo í leik Roma og Lyon í fyrra. Þetta var fjórða árið í röð sem Real Madrid dettur úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Þá kemur í ljós að ef síðustu fimm tímabil í Meistaradeildinni eru tekin saman kemst Real Madrid ekki á lista átta efstu liða yfir flesta unna leiki í keppninni. AC Milan hefur unnið flesta leiki á þessu tímabili, 30 talsins. Chelsea kemur næst með 26 sigurleiki, þá Lyon (25), Arsenal (24), Barcelona (23), Manchester United (23), Liverpool (22) og Inter (21). Real Madrid kemur svo í níunda sæti með 20 sigurleiki. Spurning dagsins snýst að þessu sinni um ensku úrvalsdeildina. Eftir sigur Liverpool á West Ham í gær er ljóst að Everton og Liverpool eru nú jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar. 4. sætið er eftirsóknarvert þar sem það veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Við spyrjum því „Hvaða lið endar í fjórða sæti í Englandi?" og gefum þrjá svarmöguleika - Everton, Liverpool eða annað lið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira