Xabi Alonso, miðjumaður Liverpool, verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Inter í Meistaradeildinni. Unnusta hans á von á barni og því verður Alonso ekki með.
Steve Finnan verður einnig fjarri góðu gamni þar sem hann er meiddur. Javier Mascherano er þó orðinn leikfær og verður með í leiknum.
Hjá Inter er Zlatan Ibrahimovic til í slaginn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum en Marco Materazzi er í leikbanni.