Olíuverðið nálægt hæstu hæðum 12. mars 2008 11:04 Maður fylgist með rándýrum bensíndropanum dælast á tankinn. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í tæpa 110 dali á tunnu í nótt . Það hefur lækkað lítillega og stendur nú í um 109 dölum. Verðið hefur aldrei verið hærra. Lækkun á gengi bandaríkjadals skýrir verðhækkunina á olíudropanum upp á síðkastið auk þess sem fjárfestar hafa í auknum mæli fest fé sitt á hrávörumarkaði eftir því sem hallað hefur undan fæti á hlutabréfamarkaði. Gengi dalsins, sem hefur lækkað í kjölfar stýrivaxtalækkana bandaríska seðlabankans, lækkaði frekar eftir að seðlabankinn ákvað að veita allt að 200 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 13.600 milljarða íslenskra króna, inn á fjármálamarkaði. Innspýtingin er í samráði við evrópska seðlabankann, Englandsbanka, seðlabanka Kanada og svissneska seðlabankann. Hráolíuverðið stóð í 108,64 dölum í Síngapúr í nótt. Það stóð til samanburðar í 87 dölum á tunnu í byrjun árs en í 70 dölum í ágúst í fyrra. Breska dagblaðið Daily Telegraph hefur eftir sérfræðingum í olíumálum í dag, að ólíklegt sé að verðið á svartagullinu fari langt niður í nánustu framtíð. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í tæpa 110 dali á tunnu í nótt . Það hefur lækkað lítillega og stendur nú í um 109 dölum. Verðið hefur aldrei verið hærra. Lækkun á gengi bandaríkjadals skýrir verðhækkunina á olíudropanum upp á síðkastið auk þess sem fjárfestar hafa í auknum mæli fest fé sitt á hrávörumarkaði eftir því sem hallað hefur undan fæti á hlutabréfamarkaði. Gengi dalsins, sem hefur lækkað í kjölfar stýrivaxtalækkana bandaríska seðlabankans, lækkaði frekar eftir að seðlabankinn ákvað að veita allt að 200 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 13.600 milljarða íslenskra króna, inn á fjármálamarkaði. Innspýtingin er í samráði við evrópska seðlabankann, Englandsbanka, seðlabanka Kanada og svissneska seðlabankann. Hráolíuverðið stóð í 108,64 dölum í Síngapúr í nótt. Það stóð til samanburðar í 87 dölum á tunnu í byrjun árs en í 70 dölum í ágúst í fyrra. Breska dagblaðið Daily Telegraph hefur eftir sérfræðingum í olíumálum í dag, að ólíklegt sé að verðið á svartagullinu fari langt niður í nánustu framtíð.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira