Gullverð í methæðum og hlutabréfin niður 13. mars 2008 14:00 Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.000 dali á únsu í fyrsta sinn í dag. Reiknað hafði verið með því að gullverðið næðu þessu marki á næstu mánuðunum. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar hafi keyrt verðið upp mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir eftir því sem kreppt hefur að á fjármálamörkuðum. Þá á viðvarandi lækkun á gengi bandaríkjadals stóran hlut að máli. Fjárfestar hafa í miklu mæli fjárfest í hrávörumarkaði en það þykir skjól í því veðravíti sem varað hefur á fjármála- og hlutabréfamörkuðum síðustu mánuði. Gullverðið rauk upp um 32 prósent á síðasta ári en hefur á þeim tæpu þremur mánuðum sem liðnir eru af þessu ári hækkað um tuttugu prósent. Fjármálasérfræðingar reikna með að verðið haldist hátt svo lengi sem gengi bandaríkjadals sé lágur og bandarískt efnahagslíf veikt. Enn hefur þrengt að hjá fjárfestum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Nikkei-vísitalan féll um rúm þrjú prósent og evrópskir markaðir hafa staðið á rauðu, þar á meðal hér. Þá hófust viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði fyrir nokkrum mínútum síðan. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, sem birti afkomutölur sínar í gærkvöldi, hefur fallið um 5,18 prósent og stendur gengið í 1,83 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.000 dali á únsu í fyrsta sinn í dag. Reiknað hafði verið með því að gullverðið næðu þessu marki á næstu mánuðunum. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar hafi keyrt verðið upp mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir eftir því sem kreppt hefur að á fjármálamörkuðum. Þá á viðvarandi lækkun á gengi bandaríkjadals stóran hlut að máli. Fjárfestar hafa í miklu mæli fjárfest í hrávörumarkaði en það þykir skjól í því veðravíti sem varað hefur á fjármála- og hlutabréfamörkuðum síðustu mánuði. Gullverðið rauk upp um 32 prósent á síðasta ári en hefur á þeim tæpu þremur mánuðum sem liðnir eru af þessu ári hækkað um tuttugu prósent. Fjármálasérfræðingar reikna með að verðið haldist hátt svo lengi sem gengi bandaríkjadals sé lágur og bandarískt efnahagslíf veikt. Enn hefur þrengt að hjá fjárfestum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Nikkei-vísitalan féll um rúm þrjú prósent og evrópskir markaðir hafa staðið á rauðu, þar á meðal hér. Þá hófust viðskipti á bandarískum hlutabréfamarkaði fyrir nokkrum mínútum síðan. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,4 prósent. Gengi bréfa í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, sem birti afkomutölur sínar í gærkvöldi, hefur fallið um 5,18 prósent og stendur gengið í 1,83 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira