Bear Stearns berst við lausafjárvanda 14. mars 2008 14:36 Utan við höfuðstöðvar Bear Stearns í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. Fréttirnar hafa valdið því að hlutabréfamarkaðir í Evrópu, þar á meðal hér, hafa snúið úr ágætri föstudagshækkun í mínus á stuttum tíma. Þannig hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,62 prósent og FTSE-vísitalan lækkað um 0,79 prósent. Svipaða sögu er að segja af öðrum hlutabréfamörkuðum. Þá hefur Dow Jones-vísitalan lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan lækkað um 1,85 prósent. Orðrómur hefur verið á kreiki um vanda bankans síðustu daga en forsvarsmenn hans vísað því á bug þar til í dag. Vandinn er að mestu tilkominn vegna mikilla afskrifta bankans á lánasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og vanda við endurfjármögnunarþörf bankans. Bankinn er sá sami og líkti ástandinu í íslensku efnahagslífi við Kasakstan á dögunum. Ofhitnun væri í hagkerfum beggja landa, þó meiri hér vegna mikils vægis fjármálafyrirtækja í hagkerfinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. Fréttirnar hafa valdið því að hlutabréfamarkaðir í Evrópu, þar á meðal hér, hafa snúið úr ágætri föstudagshækkun í mínus á stuttum tíma. Þannig hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,62 prósent og FTSE-vísitalan lækkað um 0,79 prósent. Svipaða sögu er að segja af öðrum hlutabréfamörkuðum. Þá hefur Dow Jones-vísitalan lækkað um 1,5 prósent og Nasdaq-vísitalan lækkað um 1,85 prósent. Orðrómur hefur verið á kreiki um vanda bankans síðustu daga en forsvarsmenn hans vísað því á bug þar til í dag. Vandinn er að mestu tilkominn vegna mikilla afskrifta bankans á lánasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og vanda við endurfjármögnunarþörf bankans. Bankinn er sá sami og líkti ástandinu í íslensku efnahagslífi við Kasakstan á dögunum. Ofhitnun væri í hagkerfum beggja landa, þó meiri hér vegna mikils vægis fjármálafyrirtækja í hagkerfinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira