Vegvísir Björns 18. mars 2008 14:31 Menn eru smám saman að átta sig á pólitískum þunga sem hvílir í Evrópuummælum Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem hann lét falla í Mannamáli á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Þar talaði hann um vegvísinn að Evrópu. Vegvísinn, já. Flokksglufan er að víkka. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra henti þessi ummæli á lofti í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag og virtist túlka ummæli Björns á þann veg að Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins væri að taka nýja stefnu. Björn segir þetta í pistli sínum á bjorn.is, þegar hann rifjar upp viðtalið úr Mannamáli: "Ég tel, að Evrópuumræðan sé marklaus nema fyrst sé komist að því heima fyrir, hvernig á að standa að úrlausn málsins. Eiga að vera ein eða tvær þjóðaratkvæðagreiðslur a) um það hvort sækja eigi um aðild b) um aðildarskilmála. Hvaða reglur eiga að gilda um þjóðaratkvæðagreiðslurnar? Hvernig á að standa að breytingu á stjórnarskránni? Um þetta þarf vegvísi og heimavinnu. Það er engin spurning um, að ESB tekur okkur opnum örmum, enda förum við að öllum óskum ESB." Já, vegvísir. Og heimavinna. "ESB tekur okkur opnum örmum." Þetta eru auðvitað stór pólitísk tíðindi. Ummæli Björns eru nýlunda. Og Björn rifjar meira upp úr viðtalinu í Mannamáli: "Ég hafnaði því eindregið, sjálfstæðismenn vildu ekki ræða Evrópumálin, tel raunar mesta þekkingu á þeim innan flokksins og menn komist ekki áfram með málin án forystu hans. Ég sagði fráleitt að kalla mann með mínar skoðanir í Evrópumann afturhaldssinna. Einnig væri fráleitt að leita fyrir sér um einhverja samninga í Brussel, annað hvort hefðu menn umboð til að semja eða ekki. Til að öðlast það umboð yrði að ræða málið í botn innan lands." Hér kveður við nýjan tón út herbúðum sjálfstæðismanna. Aldeilis nýjan ... Glufan er að víkka ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Menn eru smám saman að átta sig á pólitískum þunga sem hvílir í Evrópuummælum Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra sem hann lét falla í Mannamáli á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Þar talaði hann um vegvísinn að Evrópu. Vegvísinn, já. Flokksglufan er að víkka. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra henti þessi ummæli á lofti í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag og virtist túlka ummæli Björns á þann veg að Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins væri að taka nýja stefnu. Björn segir þetta í pistli sínum á bjorn.is, þegar hann rifjar upp viðtalið úr Mannamáli: "Ég tel, að Evrópuumræðan sé marklaus nema fyrst sé komist að því heima fyrir, hvernig á að standa að úrlausn málsins. Eiga að vera ein eða tvær þjóðaratkvæðagreiðslur a) um það hvort sækja eigi um aðild b) um aðildarskilmála. Hvaða reglur eiga að gilda um þjóðaratkvæðagreiðslurnar? Hvernig á að standa að breytingu á stjórnarskránni? Um þetta þarf vegvísi og heimavinnu. Það er engin spurning um, að ESB tekur okkur opnum örmum, enda förum við að öllum óskum ESB." Já, vegvísir. Og heimavinna. "ESB tekur okkur opnum örmum." Þetta eru auðvitað stór pólitísk tíðindi. Ummæli Björns eru nýlunda. Og Björn rifjar meira upp úr viðtalinu í Mannamáli: "Ég hafnaði því eindregið, sjálfstæðismenn vildu ekki ræða Evrópumálin, tel raunar mesta þekkingu á þeim innan flokksins og menn komist ekki áfram með málin án forystu hans. Ég sagði fráleitt að kalla mann með mínar skoðanir í Evrópumann afturhaldssinna. Einnig væri fráleitt að leita fyrir sér um einhverja samninga í Brussel, annað hvort hefðu menn umboð til að semja eða ekki. Til að öðlast það umboð yrði að ræða málið í botn innan lands." Hér kveður við nýjan tón út herbúðum sjálfstæðismanna. Aldeilis nýjan ... Glufan er að víkka ... -SER.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun