Alvöru þjónusta 27. mars 2008 10:57 Það er svo sem ekki alvanalegt að hrósa fólki og fyrirtækjum í svona pistlum sem oft og einatt snúast upp í neikvæðar og raunalegar romsur. En allt um það. Ég hef verið viðskiptavinur Skíðaþjónustunnar norður á Akureyri um árabil - og af því vinur minn Skapti Hallgrímsson, sá góði Moggapenni norður í Firðinum fagra, skrifar skemmtilegt viðtal við feðgana Viðar Garðarsson og Viðar Viðarsson í Skíðaþjónustunni í dag, verð ég að leggja mitt af mörkum til að mæra búðina a tarna. Þjónusta. Þvílík þjónusta. Ég held ég geti fullyrt að hvergi í verslunarrekstri landsmanna fái menn betri þjónustu fyrir jafn sanngjarnt verð og í þessari alltmúligmannabúð þeirra feðga við Fjölnisgötuna úti í Þorpi. Þvílíkir fagmenn. Og þvílík alúð við alla sem búðina sækja. Fimm stjörnur, plús. Þetta er mekka skíðamanna um allt land. Svokallað þjónustustig í verslunum landsmanna er alla jafna af heldur skornum skammti í seinni tíð. Það er leitun að fagfólki í verslunarstétt - og gott betur; ég held að íslensk verslunarstétt sé að líða undir lok. Í kjötborðum verslana veit maður betur en verslunarmaðurinn, sem yfirleitt er ráðlaus unglingur sem þekkir vart mun á farsi og lundum. Það er svo sem ekki táningunum okkar að kenna, heldur metnaðarleysi verslunareigendanna. Viðvarandi og versnandi metnaðarleysi. Sem minnir mig á hjónin sem komu inn í húsgagnaverslun og biðu lengi eftir afgreiðslu táningsstúlku. Þá loksins hún gaf sér tíma úr símanum, þar sem hún virtist vera að plana helgarfjörið með vinkonu sinni, gaf stúlkan sig á tal við hjónin. Þau spurðu hvaðan sófasettið væri sem þau hugðust kaupa fyrir einhver 300 þúsund. Það komu vöflur á stúlkuna sem sneri upp á trýnið - og sagði loks: Ég held það komi úr Tollvörugeymslunni! Hjónin gengu út. En það gengur enginn út úr Skíðaþjónustunni hjá feðgunum norður í landi án þess að vera sællegur í framan. Það á að hampa svona fyrirtækjum. Ég færi þeim feðgum minn riddarakross fyrir fagmennsku; gamaldags og góðri fagmennsku sem reist er á verkviti og reynslu og þjónustulund. Og hana nú ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Það er svo sem ekki alvanalegt að hrósa fólki og fyrirtækjum í svona pistlum sem oft og einatt snúast upp í neikvæðar og raunalegar romsur. En allt um það. Ég hef verið viðskiptavinur Skíðaþjónustunnar norður á Akureyri um árabil - og af því vinur minn Skapti Hallgrímsson, sá góði Moggapenni norður í Firðinum fagra, skrifar skemmtilegt viðtal við feðgana Viðar Garðarsson og Viðar Viðarsson í Skíðaþjónustunni í dag, verð ég að leggja mitt af mörkum til að mæra búðina a tarna. Þjónusta. Þvílík þjónusta. Ég held ég geti fullyrt að hvergi í verslunarrekstri landsmanna fái menn betri þjónustu fyrir jafn sanngjarnt verð og í þessari alltmúligmannabúð þeirra feðga við Fjölnisgötuna úti í Þorpi. Þvílíkir fagmenn. Og þvílík alúð við alla sem búðina sækja. Fimm stjörnur, plús. Þetta er mekka skíðamanna um allt land. Svokallað þjónustustig í verslunum landsmanna er alla jafna af heldur skornum skammti í seinni tíð. Það er leitun að fagfólki í verslunarstétt - og gott betur; ég held að íslensk verslunarstétt sé að líða undir lok. Í kjötborðum verslana veit maður betur en verslunarmaðurinn, sem yfirleitt er ráðlaus unglingur sem þekkir vart mun á farsi og lundum. Það er svo sem ekki táningunum okkar að kenna, heldur metnaðarleysi verslunareigendanna. Viðvarandi og versnandi metnaðarleysi. Sem minnir mig á hjónin sem komu inn í húsgagnaverslun og biðu lengi eftir afgreiðslu táningsstúlku. Þá loksins hún gaf sér tíma úr símanum, þar sem hún virtist vera að plana helgarfjörið með vinkonu sinni, gaf stúlkan sig á tal við hjónin. Þau spurðu hvaðan sófasettið væri sem þau hugðust kaupa fyrir einhver 300 þúsund. Það komu vöflur á stúlkuna sem sneri upp á trýnið - og sagði loks: Ég held það komi úr Tollvörugeymslunni! Hjónin gengu út. En það gengur enginn út úr Skíðaþjónustunni hjá feðgunum norður í landi án þess að vera sællegur í framan. Það á að hampa svona fyrirtækjum. Ég færi þeim feðgum minn riddarakross fyrir fagmennsku; gamaldags og góðri fagmennsku sem reist er á verkviti og reynslu og þjónustulund. Og hana nú ... -SER.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun