Framtíð til bráðabirgða 1. apríl 2008 10:23 Undarlegt, en þó fremur broslegt, að lesa ummæli Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa um nýsamþykkta Samgöngumiðstöð í Fréttablaðinu í morgun. Þar freistar hann þess enn að berjast gegn þjóðarflugvellinum, þótt teikn þess efnis að hann verður um aldur og ævi í Vatnsmýrinni, hrannist upp á þeim pólitísku himnunum. Gísli segir: "Ef þetta hús á að rísa er það skýr krafa að þetta sé ekki bara flugstöð og að byggingin geti gegnt hlutverk samgöngumiðstöðvar þótt flugvöllurinn fari." Borgarfulltrúinn sér sumsé fyrir sér samgöngumiðstöð án flugvallar. Honum sýnist sem svo að ríkið leggi út í smíði og rekstur hundruð milljóna króna stórhýsis, einkum og sér í lagi vegna flugsins, til þess eins að það þjóni rútum og leigubílum í framtíðinni. Heyr á eindemi. Nýja samgöngumiðstöðin er flugstöð, fyrst og fremst. Það vita allir. Hún mun - svo ég æri óstöðugan - sakir stæðar sinnar, verða kærkomið tækifæri til að efla millilandaflug beint frá Reykjavík. Þá þarf maður ekki lengur að skrönglast yfir Strandarheiðina til Keflavíkur til þess eins að sækja Köben eða Lundúnir heim. Þetta er augljós framtíð. En Gísli Marteinn ... Hann sér hlutina til bráðabirgða. Jafnvel stórhýsin í Vatnsmýrinni. Svona eru skipulagsmálin í borginni ... Eða öllu heldur skipulagspólitíkin ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun
Undarlegt, en þó fremur broslegt, að lesa ummæli Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa um nýsamþykkta Samgöngumiðstöð í Fréttablaðinu í morgun. Þar freistar hann þess enn að berjast gegn þjóðarflugvellinum, þótt teikn þess efnis að hann verður um aldur og ævi í Vatnsmýrinni, hrannist upp á þeim pólitísku himnunum. Gísli segir: "Ef þetta hús á að rísa er það skýr krafa að þetta sé ekki bara flugstöð og að byggingin geti gegnt hlutverk samgöngumiðstöðvar þótt flugvöllurinn fari." Borgarfulltrúinn sér sumsé fyrir sér samgöngumiðstöð án flugvallar. Honum sýnist sem svo að ríkið leggi út í smíði og rekstur hundruð milljóna króna stórhýsis, einkum og sér í lagi vegna flugsins, til þess eins að það þjóni rútum og leigubílum í framtíðinni. Heyr á eindemi. Nýja samgöngumiðstöðin er flugstöð, fyrst og fremst. Það vita allir. Hún mun - svo ég æri óstöðugan - sakir stæðar sinnar, verða kærkomið tækifæri til að efla millilandaflug beint frá Reykjavík. Þá þarf maður ekki lengur að skrönglast yfir Strandarheiðina til Keflavíkur til þess eins að sækja Köben eða Lundúnir heim. Þetta er augljós framtíð. En Gísli Marteinn ... Hann sér hlutina til bráðabirgða. Jafnvel stórhýsin í Vatnsmýrinni. Svona eru skipulagsmálin í borginni ... Eða öllu heldur skipulagspólitíkin ... -SER.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun