Slegið á hendur tollgæslunnar 1. apríl 2008 10:44 Varla er ég einn landsmanna sem hristi hausinn yfir nýjustu vendingum ráðamanna í tollgæslumálum suður með sjó. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með samstilltum störfum lögreglu og tolls við anddyri Íslands á síðustu misserum. Sá kraftur og sú fagmennska sem þar hefur ráðið ríkjum, eftir að náið samstarf embættanna hófst fyrir nokkrum árum, hefur gert það að verkum að hvert stórsmyglið af öðru hefur verið upplýst - og, ef því er að skipta, hvert Íslandsmetið af öðru hefur verið sett í handlagningu fíkniefna. Landsmenn hafa hrifist af framgöngu Jóhanns R. Benediktssonar og hans fólks á Suðurnesjum á undanliðnum árum. Stöð 2 sá ástæðu til að velja tollgæsluna á svæðinu "mann ársins 2007" og þótti mörgum það vel valið, þar á meðal dómsmálaráðherra þjóðarinnar. Nú á að skera á tengslin. Nú á, í krafti hagræðingar, að kasta samlegðaráhrifum þessara mikilvægu embætta fyrir róða. Hvað gengur mönnum til? Jóhann R. Benediktsson bregst hárrrétt við. Þakkar pent fyrir sig og óskar starfsloka. Ég sem hélt að það ríkti þjóðarsamstaða um að berjast gegn fíkniefnavánni af almennilegum krafti. Ég sem hélt að þjóðin væri búin að fá upp í háls af uppivöðslu eiturefnabaróna og handrukkara. Það á sumsé að hætta samstilltu átaki gegn þessum lýð. Rjúfa tengsl tolls og löggæslu. Eru ráðamenn á einhverjum efnum? ÞaÐ er ekki laust við að sú grunsemd vakni ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun
Varla er ég einn landsmanna sem hristi hausinn yfir nýjustu vendingum ráðamanna í tollgæslumálum suður með sjó. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með samstilltum störfum lögreglu og tolls við anddyri Íslands á síðustu misserum. Sá kraftur og sú fagmennska sem þar hefur ráðið ríkjum, eftir að náið samstarf embættanna hófst fyrir nokkrum árum, hefur gert það að verkum að hvert stórsmyglið af öðru hefur verið upplýst - og, ef því er að skipta, hvert Íslandsmetið af öðru hefur verið sett í handlagningu fíkniefna. Landsmenn hafa hrifist af framgöngu Jóhanns R. Benediktssonar og hans fólks á Suðurnesjum á undanliðnum árum. Stöð 2 sá ástæðu til að velja tollgæsluna á svæðinu "mann ársins 2007" og þótti mörgum það vel valið, þar á meðal dómsmálaráðherra þjóðarinnar. Nú á að skera á tengslin. Nú á, í krafti hagræðingar, að kasta samlegðaráhrifum þessara mikilvægu embætta fyrir róða. Hvað gengur mönnum til? Jóhann R. Benediktsson bregst hárrrétt við. Þakkar pent fyrir sig og óskar starfsloka. Ég sem hélt að það ríkti þjóðarsamstaða um að berjast gegn fíkniefnavánni af almennilegum krafti. Ég sem hélt að þjóðin væri búin að fá upp í háls af uppivöðslu eiturefnabaróna og handrukkara. Það á sumsé að hætta samstilltu átaki gegn þessum lýð. Rjúfa tengsl tolls og löggæslu. Eru ráðamenn á einhverjum efnum? ÞaÐ er ekki laust við að sú grunsemd vakni ... -SER.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun