Sigrar hjá United og Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2008 20:35 Wayne Roony fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP Manchester United og Barcelona unnu í kvöld góða útisigra í fyrri viðureignum liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann AS Roma á Ítalíu, 2-0, með mörkum Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. Í Þýskalandi vann Barcelona 1-0 sigur á Schalke en táningurinn Bojan Krkic skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu. Það þýðir að United og Barcelona eru í góðum málum fyrir síðari viðureign liðanna sem fara fram á miðvikudaginn í næstu viku. Edwin van der Sar var í byrjunarliði United á nýjan leik og var Ji-Sung Park stillt upp á miðjunni í stað Ryan Giggs. Anderson var einnig í byrjunarliðinu, á kostnað Carlos Tevez. Francesco Totti var ekki með Roma í kvöld eins og fram hafði komið en Vucinic kom í byrjunarliðið í hans stað. Rómverjar voru öflugri í byrjun leiksins en liðin áttu þó bæði sín hálffæri. United varð reyndar fyrir áfalli snemma leiks er Nemanja Vidic meiddist og kom John O'Shea inn í hans stað. Skömmu síðar kom svo markið. Cristiano Ronaldo kom á fleygiferð inn í teginn og skallaði fyrirgjöf Paul Scholes í markið af miklum krafti. Vucinic fékk síðan gott færi til að jafna leikinn skömmu síðar en skot hans geigaði. Skömmu síðar átti Cristiano Panucci gott færi en hitti ekki markið. Rómverjar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og átti Max Tonetto gott skot að marki sem fór hins vegar rétt framhjá. En það voru hins vegar leikmenn United sem nýttu færin sín. Wes Brown átti fyrirgjöf sem Park skallaði aftur í teiginn þar sem boltinn datt fyrir Wayne Rooney sem kom knettinum á endanum í netið. Skömmu síðar átti Ronaldo skot í utanverða stöngina en 3-0 sigur í Róm hefði fleytt United langleiðina í undanúrslitin. 2-0 var hins vegar niðurstaðan en leikmenn United geta engu að síður vel við unað. Bojan Krkic skorar mark Börsunga í leiknum.Nordic Photos / Bongarts Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í byrjunarliði Börsunga í kvöld sem stillti þeim Eto'o, Bojan og Henry upp í sóknarlínunni. Börsungar byrjuðu betur í leiknum og voru ekki nema tólf mínútur að skora fyrsta markið. Andrés Iniesta átti þá góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Theirry Henry skaut að marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, náði hins vegar ekki að halda boltanum sem skaust aftur til Henry. Hann gaf boltann fyrir markið þar sem Bojan var aleinn og skoraði í autt markið. Börsungar gerðu vel til að verjast lengst af í fyrri hálfleik en heimamenn voru öflugri í þeim síðari, án þess þó að ná að skora. Halil Altintop átti skot að marki sem hafði viðkomu í varnarmanni en hitti ekki markið snemma í fyrri hálfleik og þá átti Sören Larsen skalla rétt fram hjá marki Börsunga. En allt kom fyrir ekki og Börsungar fögnuðu dýrmætum sigri í Þýskalandi. Eiður Smári sat á varamannabekk liðsins allan leikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Manchester United og Barcelona unnu í kvöld góða útisigra í fyrri viðureignum liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann AS Roma á Ítalíu, 2-0, með mörkum Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney. Í Þýskalandi vann Barcelona 1-0 sigur á Schalke en táningurinn Bojan Krkic skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu. Það þýðir að United og Barcelona eru í góðum málum fyrir síðari viðureign liðanna sem fara fram á miðvikudaginn í næstu viku. Edwin van der Sar var í byrjunarliði United á nýjan leik og var Ji-Sung Park stillt upp á miðjunni í stað Ryan Giggs. Anderson var einnig í byrjunarliðinu, á kostnað Carlos Tevez. Francesco Totti var ekki með Roma í kvöld eins og fram hafði komið en Vucinic kom í byrjunarliðið í hans stað. Rómverjar voru öflugri í byrjun leiksins en liðin áttu þó bæði sín hálffæri. United varð reyndar fyrir áfalli snemma leiks er Nemanja Vidic meiddist og kom John O'Shea inn í hans stað. Skömmu síðar kom svo markið. Cristiano Ronaldo kom á fleygiferð inn í teginn og skallaði fyrirgjöf Paul Scholes í markið af miklum krafti. Vucinic fékk síðan gott færi til að jafna leikinn skömmu síðar en skot hans geigaði. Skömmu síðar átti Cristiano Panucci gott færi en hitti ekki markið. Rómverjar héldu áfram að sækja í seinni hálfleik og átti Max Tonetto gott skot að marki sem fór hins vegar rétt framhjá. En það voru hins vegar leikmenn United sem nýttu færin sín. Wes Brown átti fyrirgjöf sem Park skallaði aftur í teiginn þar sem boltinn datt fyrir Wayne Rooney sem kom knettinum á endanum í netið. Skömmu síðar átti Ronaldo skot í utanverða stöngina en 3-0 sigur í Róm hefði fleytt United langleiðina í undanúrslitin. 2-0 var hins vegar niðurstaðan en leikmenn United geta engu að síður vel við unað. Bojan Krkic skorar mark Börsunga í leiknum.Nordic Photos / Bongarts Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í byrjunarliði Börsunga í kvöld sem stillti þeim Eto'o, Bojan og Henry upp í sóknarlínunni. Börsungar byrjuðu betur í leiknum og voru ekki nema tólf mínútur að skora fyrsta markið. Andrés Iniesta átti þá góða sendingu inn fyrir vörn heimamanna og Theirry Henry skaut að marki. Manuel Neuer, markvörður Schalke, náði hins vegar ekki að halda boltanum sem skaust aftur til Henry. Hann gaf boltann fyrir markið þar sem Bojan var aleinn og skoraði í autt markið. Börsungar gerðu vel til að verjast lengst af í fyrri hálfleik en heimamenn voru öflugri í þeim síðari, án þess þó að ná að skora. Halil Altintop átti skot að marki sem hafði viðkomu í varnarmanni en hitti ekki markið snemma í fyrri hálfleik og þá átti Sören Larsen skalla rétt fram hjá marki Börsunga. En allt kom fyrir ekki og Börsungar fögnuðu dýrmætum sigri í Þýskalandi. Eiður Smári sat á varamannabekk liðsins allan leikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti