Meistaradeildin: Góð úrslit fyrir Liverpool 2. apríl 2008 20:31 Steven Gerrard bjó mark Liverpool til upp úr engu NordcPhotos/GettyImages Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi. Liverpool-menn mega vel una við úrslitin á Emirates í kvöld og fara í síðari leikinn á Anfield með mark á útivelli í farteskinu. Chelsea þarf á sigri að halda á heimavelli í síðari leiknum gegn Tyrkjunum, en þar getur mark liðsins á útivelli reynst því dýrmætt. Arsenal hafði frumkvæðið framan af leiknum við Liverpool í kvöld og það var Emmanuel Adebayor sem kom liðinu yfir á 23. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu óvaldaður í net gestanna. Dirk Kuyt jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar eftir frábæran undirbúning frá fyrirliðanum Steven Gerrard, sem fór illa með vörn Arsenal. Kuyt þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn. Arsenal átti betri færi í síðari hálfleiknum og þar standa tvö atvik upp úr. Fyrst virtist Dirk Kuyt toga Alex Hleb niður í vítateig Liverpool, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. Þá varð Daninn Nicklas Bendtner fyrir því óláni að bjarga marki fyrir Liverpool þegar hann fékk skot Cesc Fabregas í sig á marklínu Liverpool. Boltinn var greinilega á leiðinni í netið þegar Bendtner fékk hann í sig. Arsenal var 60% með boltann í leiknum og átti 13 marktilraunir gegn 4 hjá Liverpool. Chelsea lá í Tyrklandi Chelsea byrjaði vel gegn Fenerbahce þegar Deivid skoraði sjálfsmark eftir aðeins 13 mínútna leik. Michael Essien átti skot í slá, en það voru Tyrkirnir sem stálu senunni í síðari hálfleik. Colin Kazim-Richards, sem fæddur er í Lundúnum, jafnaði metinn eftir sendingu Mehmet Aurelio á 65. mínútu og það var svo Deivid sem var hetja leiksins þegar hann bætti fyrir sjálfsmarkið og skoraði sigurmark Fenerbache á 81. mínútu. Hann skoraði með þrumuskoti af um 30 metra færi og tryllti æsta áhorfendur heimaliðsins. Deivid varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að skora á báðum endum vallarins í leik í Meistaradeildinni síðan Alex hjá PSV gerði það í fyrra. Sjálfsmark Deivid í kvöld var þriðja sjálfsmark Fenerbahce í keppninni í vetur og það þriðja í röð á heimavelli liðsins. Ekkert lið hefur áður skorað þrjú sjálfsmörk á sömu leiktíðinni í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi. Liverpool-menn mega vel una við úrslitin á Emirates í kvöld og fara í síðari leikinn á Anfield með mark á útivelli í farteskinu. Chelsea þarf á sigri að halda á heimavelli í síðari leiknum gegn Tyrkjunum, en þar getur mark liðsins á útivelli reynst því dýrmætt. Arsenal hafði frumkvæðið framan af leiknum við Liverpool í kvöld og það var Emmanuel Adebayor sem kom liðinu yfir á 23. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu óvaldaður í net gestanna. Dirk Kuyt jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar eftir frábæran undirbúning frá fyrirliðanum Steven Gerrard, sem fór illa með vörn Arsenal. Kuyt þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn. Arsenal átti betri færi í síðari hálfleiknum og þar standa tvö atvik upp úr. Fyrst virtist Dirk Kuyt toga Alex Hleb niður í vítateig Liverpool, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. Þá varð Daninn Nicklas Bendtner fyrir því óláni að bjarga marki fyrir Liverpool þegar hann fékk skot Cesc Fabregas í sig á marklínu Liverpool. Boltinn var greinilega á leiðinni í netið þegar Bendtner fékk hann í sig. Arsenal var 60% með boltann í leiknum og átti 13 marktilraunir gegn 4 hjá Liverpool. Chelsea lá í Tyrklandi Chelsea byrjaði vel gegn Fenerbahce þegar Deivid skoraði sjálfsmark eftir aðeins 13 mínútna leik. Michael Essien átti skot í slá, en það voru Tyrkirnir sem stálu senunni í síðari hálfleik. Colin Kazim-Richards, sem fæddur er í Lundúnum, jafnaði metinn eftir sendingu Mehmet Aurelio á 65. mínútu og það var svo Deivid sem var hetja leiksins þegar hann bætti fyrir sjálfsmarkið og skoraði sigurmark Fenerbache á 81. mínútu. Hann skoraði með þrumuskoti af um 30 metra færi og tryllti æsta áhorfendur heimaliðsins. Deivid varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að skora á báðum endum vallarins í leik í Meistaradeildinni síðan Alex hjá PSV gerði það í fyrra. Sjálfsmark Deivid í kvöld var þriðja sjálfsmark Fenerbahce í keppninni í vetur og það þriðja í röð á heimavelli liðsins. Ekkert lið hefur áður skorað þrjú sjálfsmörk á sömu leiktíðinni í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira