Meistaradeildin: Góð úrslit fyrir Liverpool 2. apríl 2008 20:31 Steven Gerrard bjó mark Liverpool til upp úr engu NordcPhotos/GettyImages Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi. Liverpool-menn mega vel una við úrslitin á Emirates í kvöld og fara í síðari leikinn á Anfield með mark á útivelli í farteskinu. Chelsea þarf á sigri að halda á heimavelli í síðari leiknum gegn Tyrkjunum, en þar getur mark liðsins á útivelli reynst því dýrmætt. Arsenal hafði frumkvæðið framan af leiknum við Liverpool í kvöld og það var Emmanuel Adebayor sem kom liðinu yfir á 23. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu óvaldaður í net gestanna. Dirk Kuyt jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar eftir frábæran undirbúning frá fyrirliðanum Steven Gerrard, sem fór illa með vörn Arsenal. Kuyt þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn. Arsenal átti betri færi í síðari hálfleiknum og þar standa tvö atvik upp úr. Fyrst virtist Dirk Kuyt toga Alex Hleb niður í vítateig Liverpool, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. Þá varð Daninn Nicklas Bendtner fyrir því óláni að bjarga marki fyrir Liverpool þegar hann fékk skot Cesc Fabregas í sig á marklínu Liverpool. Boltinn var greinilega á leiðinni í netið þegar Bendtner fékk hann í sig. Arsenal var 60% með boltann í leiknum og átti 13 marktilraunir gegn 4 hjá Liverpool. Chelsea lá í Tyrklandi Chelsea byrjaði vel gegn Fenerbahce þegar Deivid skoraði sjálfsmark eftir aðeins 13 mínútna leik. Michael Essien átti skot í slá, en það voru Tyrkirnir sem stálu senunni í síðari hálfleik. Colin Kazim-Richards, sem fæddur er í Lundúnum, jafnaði metinn eftir sendingu Mehmet Aurelio á 65. mínútu og það var svo Deivid sem var hetja leiksins þegar hann bætti fyrir sjálfsmarkið og skoraði sigurmark Fenerbache á 81. mínútu. Hann skoraði með þrumuskoti af um 30 metra færi og tryllti æsta áhorfendur heimaliðsins. Deivid varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að skora á báðum endum vallarins í leik í Meistaradeildinni síðan Alex hjá PSV gerði það í fyrra. Sjálfsmark Deivid í kvöld var þriðja sjálfsmark Fenerbahce í keppninni í vetur og það þriðja í röð á heimavelli liðsins. Ekkert lið hefur áður skorað þrjú sjálfsmörk á sömu leiktíðinni í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Liverpool og Arsenal skildu jöfn 1-1 í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Chelsea mátti þola 2-1 tap gegn Fenerbahce í Tyrklandi. Liverpool-menn mega vel una við úrslitin á Emirates í kvöld og fara í síðari leikinn á Anfield með mark á útivelli í farteskinu. Chelsea þarf á sigri að halda á heimavelli í síðari leiknum gegn Tyrkjunum, en þar getur mark liðsins á útivelli reynst því dýrmætt. Arsenal hafði frumkvæðið framan af leiknum við Liverpool í kvöld og það var Emmanuel Adebayor sem kom liðinu yfir á 23. mínútu þegar hann skallaði hornspyrnu óvaldaður í net gestanna. Dirk Kuyt jafnaði metin fyrir Liverpool aðeins þremur mínútum síðar eftir frábæran undirbúning frá fyrirliðanum Steven Gerrard, sem fór illa með vörn Arsenal. Kuyt þurfti aðeins að pota boltanum yfir línuna og staðan orðin jöfn. Arsenal átti betri færi í síðari hálfleiknum og þar standa tvö atvik upp úr. Fyrst virtist Dirk Kuyt toga Alex Hleb niður í vítateig Liverpool, en dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma víti. Þá varð Daninn Nicklas Bendtner fyrir því óláni að bjarga marki fyrir Liverpool þegar hann fékk skot Cesc Fabregas í sig á marklínu Liverpool. Boltinn var greinilega á leiðinni í netið þegar Bendtner fékk hann í sig. Arsenal var 60% með boltann í leiknum og átti 13 marktilraunir gegn 4 hjá Liverpool. Chelsea lá í Tyrklandi Chelsea byrjaði vel gegn Fenerbahce þegar Deivid skoraði sjálfsmark eftir aðeins 13 mínútna leik. Michael Essien átti skot í slá, en það voru Tyrkirnir sem stálu senunni í síðari hálfleik. Colin Kazim-Richards, sem fæddur er í Lundúnum, jafnaði metinn eftir sendingu Mehmet Aurelio á 65. mínútu og það var svo Deivid sem var hetja leiksins þegar hann bætti fyrir sjálfsmarkið og skoraði sigurmark Fenerbache á 81. mínútu. Hann skoraði með þrumuskoti af um 30 metra færi og tryllti æsta áhorfendur heimaliðsins. Deivid varð í kvöld fyrsti leikmaðurinn til að skora á báðum endum vallarins í leik í Meistaradeildinni síðan Alex hjá PSV gerði það í fyrra. Sjálfsmark Deivid í kvöld var þriðja sjálfsmark Fenerbahce í keppninni í vetur og það þriðja í röð á heimavelli liðsins. Ekkert lið hefur áður skorað þrjú sjálfsmörk á sömu leiktíðinni í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira