Einkaþotan 3. apríl 2008 10:43 Svolítið er hún séríslensk umræðan um einkaþotu stjórnarparsins Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Séríslensk að því leyti að menn súpa hveljur og æsa, að því er virðist, hver upp í öðrum hneykslunarhrollinn. Er einkaþotan táknmynd bruðls? Gamli nestorinn minn, Jónas Kristjánsson, ritstjóri, er heldur betur á því og finnst tímasetningin taktísk í minna lagi; segir að einkaþota ráðherra sé eins fáránleg í kreppunni og að spila á fiðlu þegar Róm brennur! Já, Jónas klikkar ekki. Minni spámenn finna þotunni náttúrlega allt til foráttu; segja sumir að um margt minni þetta á gullklósettið forðum daga í ráðuneyti dómsmála ... lesist; ráðamenn vilji alltaf vera skör hærra en almenningur. Ég sé ekkert athugavert við það að ráðpamenn leyti allra leiða til að komast sem ódýrast á milli staða. Og ef það er rétt, sem Geir H. Haarde, heldur fram að kostnaður við einkaþotuna hafi verið svo naumlega umfram aðrar vélar að tímasparnaðurinn vegi það upp, ja ... þá sé ég ekki stóraglæpinn. Munurinn á kostnaði mun vera 100 til 200 þúsund krónur, einkaþotunni í óvil. Hitt vekur mig til umhugsunar; viðbrögð Geirs H. Haarde við umræðufárinu um þessa blessaða einkaþotu. Hann segir hana "lýsandi fyrir stjórnmálaumræðuna" eins og Moggi hefur eftir honum. Geir er nokkuð pirraður. Hann á að vera yfir það hafinn. Það skal alltaf vera hlutverk fjölmiðla að veita ráðamönnum aðhald. Ráðamenn eiga sjálfir að sækjast eftir þessu aðhaldi í upplýstu lýðræðissamfélagi. Fjölmiðlar eiga að leita svara í þessu efni sem öðru þegar ráðamenn eru að eyða peningunum okkar eða semja um okkur lög sem við eigum að gjöra svo vel að fara eftir. Og svörin eru fengin: 100 til 200 þúsund kall. Spurningin er þessi: Er það efniviður í hysteríukast þjóðarinnar. Ég held ekki. Mér finnst meira þurfa til. En það er sjálfsagt að spyrja. Fá svör. Og það er jafnframt sjálfsagt pirrast ekki yfir sjálfsögðum spurningum ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun
Svolítið er hún séríslensk umræðan um einkaþotu stjórnarparsins Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Séríslensk að því leyti að menn súpa hveljur og æsa, að því er virðist, hver upp í öðrum hneykslunarhrollinn. Er einkaþotan táknmynd bruðls? Gamli nestorinn minn, Jónas Kristjánsson, ritstjóri, er heldur betur á því og finnst tímasetningin taktísk í minna lagi; segir að einkaþota ráðherra sé eins fáránleg í kreppunni og að spila á fiðlu þegar Róm brennur! Já, Jónas klikkar ekki. Minni spámenn finna þotunni náttúrlega allt til foráttu; segja sumir að um margt minni þetta á gullklósettið forðum daga í ráðuneyti dómsmála ... lesist; ráðamenn vilji alltaf vera skör hærra en almenningur. Ég sé ekkert athugavert við það að ráðpamenn leyti allra leiða til að komast sem ódýrast á milli staða. Og ef það er rétt, sem Geir H. Haarde, heldur fram að kostnaður við einkaþotuna hafi verið svo naumlega umfram aðrar vélar að tímasparnaðurinn vegi það upp, ja ... þá sé ég ekki stóraglæpinn. Munurinn á kostnaði mun vera 100 til 200 þúsund krónur, einkaþotunni í óvil. Hitt vekur mig til umhugsunar; viðbrögð Geirs H. Haarde við umræðufárinu um þessa blessaða einkaþotu. Hann segir hana "lýsandi fyrir stjórnmálaumræðuna" eins og Moggi hefur eftir honum. Geir er nokkuð pirraður. Hann á að vera yfir það hafinn. Það skal alltaf vera hlutverk fjölmiðla að veita ráðamönnum aðhald. Ráðamenn eiga sjálfir að sækjast eftir þessu aðhaldi í upplýstu lýðræðissamfélagi. Fjölmiðlar eiga að leita svara í þessu efni sem öðru þegar ráðamenn eru að eyða peningunum okkar eða semja um okkur lög sem við eigum að gjöra svo vel að fara eftir. Og svörin eru fengin: 100 til 200 þúsund kall. Spurningin er þessi: Er það efniviður í hysteríukast þjóðarinnar. Ég held ekki. Mér finnst meira þurfa til. En það er sjálfsagt að spyrja. Fá svör. Og það er jafnframt sjálfsagt pirrast ekki yfir sjálfsögðum spurningum ... -SER.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun