Höfuðborg hins bjarta norðurs 7. apríl 2008 11:14 Fór menningarreisu norður í lognsældina í Eyjafirði um helgina með mínum góða vinahópi. Veðursældin náttúrlega óviðjafnanleg; heiður himinn og hvítar fannir um allar eggjar. Skildum skíðin eftir syðra, aldrei þessu vant ... en hefðum betur tekið þau með, enda færið líkast til aldrei betra í gylltum brautum Hlíðarfjalls. Skelltum okkur á Fló á skinni í Samkomuhúsinu á föstudagskvöld og hlógum okkur máttlaus í svo sem eins og hálfa þriðju stund. Einstök sýning í æðislegu leikhúsi; stefnir í sjötíu sýningar og allt uppselt - sumsé engu lagi líkt. Svo tók við enn frekari menning á laugardeginum. Sóttum Möðruvelli heim í Hörgárdal eftir dægilegan árbít á Bláu könnunni, þeim unaðsreit í hjarta bæjarins. Séra Solveig Lára fræddi okkur um staðinn eins og sagnaþuli sæmir. Þaðan haldið á Árskógssand í bjórgerð Kalda sem er náttúrlega drykkur á heimsmælikvarða. Mögnuð saga hjónanna Agnesar og Óla sem reistu þetta brugghús á bjartsýninni einni, en jafnframt þessum krafti sem einkennir einstaklinga sem hafa engu að tapa. Fórum svo í Davíðshús og sungum Katarínu og aðra sálma úr Fagraskóginum. Laugarferð og síðdegislúr voru svo hrein nauðsyn fyrir fimm tíma veisluna á Friðriki V. um kvöldið. Þvílíkt daður við bragðlaukana; þjónusta og matseld sem setur ný viðmið í restaurantarekstri á Íslandi. Svona ferðir eru lífsnauðsynlegar. Og við vorum ekki ein. Fjórtán fokkerar á dag á milli Reykjavíkur og Akureyrar sýna strauminn á milli þessara staða. Plús bílarunan milli höfuðstaðanna. Akureyri er farin að keppa við útlönd í helgarteiti. Og þvílíkur keppnisandi ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun
Fór menningarreisu norður í lognsældina í Eyjafirði um helgina með mínum góða vinahópi. Veðursældin náttúrlega óviðjafnanleg; heiður himinn og hvítar fannir um allar eggjar. Skildum skíðin eftir syðra, aldrei þessu vant ... en hefðum betur tekið þau með, enda færið líkast til aldrei betra í gylltum brautum Hlíðarfjalls. Skelltum okkur á Fló á skinni í Samkomuhúsinu á föstudagskvöld og hlógum okkur máttlaus í svo sem eins og hálfa þriðju stund. Einstök sýning í æðislegu leikhúsi; stefnir í sjötíu sýningar og allt uppselt - sumsé engu lagi líkt. Svo tók við enn frekari menning á laugardeginum. Sóttum Möðruvelli heim í Hörgárdal eftir dægilegan árbít á Bláu könnunni, þeim unaðsreit í hjarta bæjarins. Séra Solveig Lára fræddi okkur um staðinn eins og sagnaþuli sæmir. Þaðan haldið á Árskógssand í bjórgerð Kalda sem er náttúrlega drykkur á heimsmælikvarða. Mögnuð saga hjónanna Agnesar og Óla sem reistu þetta brugghús á bjartsýninni einni, en jafnframt þessum krafti sem einkennir einstaklinga sem hafa engu að tapa. Fórum svo í Davíðshús og sungum Katarínu og aðra sálma úr Fagraskóginum. Laugarferð og síðdegislúr voru svo hrein nauðsyn fyrir fimm tíma veisluna á Friðriki V. um kvöldið. Þvílíkt daður við bragðlaukana; þjónusta og matseld sem setur ný viðmið í restaurantarekstri á Íslandi. Svona ferðir eru lífsnauðsynlegar. Og við vorum ekki ein. Fjórtán fokkerar á dag á milli Reykjavíkur og Akureyrar sýna strauminn á milli þessara staða. Plús bílarunan milli höfuðstaðanna. Akureyri er farin að keppa við útlönd í helgarteiti. Og þvílíkur keppnisandi ... -SER.