Ítalska liðið Roma opinberaði í dag leikmannahóp sinn fyrir seinni leikinn gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Francesco Totti, fyrirliði liðsins, hefur enn ekki jafnað sig af meiðslum og er ekki í hópnum.
Það er ansi brött brekka fyrir Roma í seinni leiknum sem verður á miðvikudag þar sem United vann þann fyrri 2-0.
Stuðningsmenn Roma vonuðust eftir að Totti yrði leikfær fyrir seinni leikinn til að auka möguleika liðsins aðeins.