Spænski markahrókurinn Fernando Torres hjá Liverpool segir sigurinn á Arsenal í gær hafa markað eftirminnilegasta kvöld sitt á ferlinum. Torres skoraði glæsilegt mark í 4-2 sigri Liverpool.
"Þetta var okkur öllum sérstakur sigur vegna þeirrar gríðarlegu vinnu sem við lögðum í hann. Að skora fjögur mörk á móti svona sterku liði er frábær árngur og við erum allir mjög stoltir af frammistöðu okkar. Þetta var stærsta kvöldið á ferlinum hjá mér og ég kom til Liverpool til að upplifa kvöld eins og þetta," sagði Torres í samtali við Liverpool Echo.