Gengi hlutabréfa hefur hækkað almennt á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í dag. Nikkei-vísitalan hækkaði um 1,5 prósent og hefur nú hækkað um 2,3 prósent í vikunni. Vísitölur á öðrum hlutabréfamörkuðum í Asíu hækkuðu minna.
Þá er jafnframt hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum. FTSE-vísitalan í Bretlandi stendur reyndar nánast óbreytt á milli daga. Hún hefur hækkað um 0,09 prósent á sama tíma og Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 0,49 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 0,57 prósent.
Hækkun er sömuleiðis á öllum hlutabréfmörkuðum á Norðurlöndunum. Samnorræna hlutabréfavísitala OMX-kauphallarsamstæðunnar hefur hækkað um 0,68 prósent. Mesta hækkunin er í kauphöllinni í Kaupmannahöfn, en hún hefur farið upp um 1,28 prósent.