Fjármögnun Lehman Brothers rann út í sandinn 21. ágúst 2008 16:54 Dick Fuld, forstjóri Lehman Brothers, ræðir málin ásamt fleirum. Mynd/AFP Bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers átti í leynilegum viðræðum við asíska fjárfesta um kaup á helmingi hlutabréfa í bankanum í byrjun mánaðar. Ekki liggur fyrir hvaðan fjárfestarnir eru en þeir eru taldir frá Suður-Kóreu eða Kína. Viðræðurnar runnu út í sandinn, að sögn breska viðskiptadagblaðsins Financial Times. Til stendur að selja fleiri eignir bankans. Blaðið segir Dick Fuld, forstjóra bankans, undir miklum þrýstingi að ná inn nýju hlutafé til að fegra bókhaldið fyrir þriðja ársfjórðungs. Sérfræðingar telja líkur á að bankinn muni þá afskrifa allt að fjóra milljarða dala, jafnvirði 329 milljarða íslenskra króna. Gangi það eftir nema heildarafskriftir Lehmans tólf milljörðum dala. Gengi hlutabréfa í bankanum hefur hríðlækkað í óróleikanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum frá síðasta hausti og það hrapað um tæp 85 prósent. Markaðsvirði bankans nemur nú um 9,5 milljörðum dala, jafnvirði 781 milljarði íslenskra króna. Lengi hefur verið ýjað að því að Lehman Brothers glími við alvarlegan lausafjárskort og hljóti sömu örlög og fjárfestingarbankinn Bear Stearns, sem JP Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu frá gjaldþroti í mars. Dick Fuld, forstjóri, hefur hins vegar þráfaldlega neitað að bankinn eigi í vandræðum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers átti í leynilegum viðræðum við asíska fjárfesta um kaup á helmingi hlutabréfa í bankanum í byrjun mánaðar. Ekki liggur fyrir hvaðan fjárfestarnir eru en þeir eru taldir frá Suður-Kóreu eða Kína. Viðræðurnar runnu út í sandinn, að sögn breska viðskiptadagblaðsins Financial Times. Til stendur að selja fleiri eignir bankans. Blaðið segir Dick Fuld, forstjóra bankans, undir miklum þrýstingi að ná inn nýju hlutafé til að fegra bókhaldið fyrir þriðja ársfjórðungs. Sérfræðingar telja líkur á að bankinn muni þá afskrifa allt að fjóra milljarða dala, jafnvirði 329 milljarða íslenskra króna. Gangi það eftir nema heildarafskriftir Lehmans tólf milljörðum dala. Gengi hlutabréfa í bankanum hefur hríðlækkað í óróleikanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum frá síðasta hausti og það hrapað um tæp 85 prósent. Markaðsvirði bankans nemur nú um 9,5 milljörðum dala, jafnvirði 781 milljarði íslenskra króna. Lengi hefur verið ýjað að því að Lehman Brothers glími við alvarlegan lausafjárskort og hljóti sömu örlög og fjárfestingarbankinn Bear Stearns, sem JP Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu frá gjaldþroti í mars. Dick Fuld, forstjóri, hefur hins vegar þráfaldlega neitað að bankinn eigi í vandræðum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira