Tékkneski risinn Jan Koller skrifaði í gær undir samning við liðið Krylya Sovetov Samara í Rússlandi. Eftir að Tékkar féllu úr leik á Evrópumótinu lagði Koller landsliðsskóna á hilluna eftir 90 landsleiki og 55 mörk.
Koller er 35 ára og er 2,02 metrar á hæð. Hann hóf sinn fótboltaferil sem markvörður en var síðan settur í sóknina. Hann hefur leikið með Sparta Prag, Lokeren, Anderlecht, Borussia Dortmund, Monaco og síðast Nürnberg.
Koller féll með Nürnberg úr þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Koller til Rússlands
Elvar Geir Magnússon skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
