Mynd um fatlaða uppistandara 13. nóvember 2008 05:30 Hjólastólasveitin er skipuð Ágústu Skúladóttur, Ásu Hildi Guðjónsdóttur, Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur, Guðríði Ólafsdóttur, Erni Sigurðssyni og Leifi Leifssyni. fréttablaðið/arnþór Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir undirbýr nú heimildarmynd um uppistandshópinn Hjólastólasveitina, sem hefur vakið mikla athygli síðan hann var stofnaður fyrir einu ári. Hópurinn, sem hefur skemmt í mörgum bæjarfélögum, hefur sett stefnuna á ferð um landið þar sem heimildarmyndin verður tekin upp í leiðinni. „Þegar við vorum á Akureyri lentum við í mörgum ævintýrum. Við vorum með okkar eigin „vasakameru" og þar kom á daginn að það væri ofboðslega mikið efni sem myndi fylgja okkur," segir Ágústa. Ein uppákoman sem hópurinn lenti í var þegar hann ætlaði út að borða. „Þar voru fjórir veitingastaðir og einn þeirra var með stærsta klósettið fyrir fatlaða á landinu en hjólastólarnir komust ekki inn á veitingastaðinn. Á öðrum komumst við inn en þar var ekki góð klósettaðstaða. Síðan þar sem bæði atriðin voru í lagi var dýrasti veitingastaðurinn," segir hún. Hentaði það vitaskuld illa fyrir öryrkjana sem hafa jafnan lítið fé á milli handanna. Ágústa segir að uppistandararnir fjalli um allt á milli himins og jarðar og séu síður en svo að barma sér. „Þetta er kolsvartur húmor og hárbeittur. Þau gera mikið grín að sér og sínu lífi enda þarf fólk að halda í húmorinn á öllum tímum til að þrauka, ekki síst nú til dags." Næsta uppistand Hjólastólasveitarinnar verður í Iðnó á sunnudagskvöld klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan átta og er miðaverð 1.000 krónur. - fb Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn Ágústa Skúladóttir undirbýr nú heimildarmynd um uppistandshópinn Hjólastólasveitina, sem hefur vakið mikla athygli síðan hann var stofnaður fyrir einu ári. Hópurinn, sem hefur skemmt í mörgum bæjarfélögum, hefur sett stefnuna á ferð um landið þar sem heimildarmyndin verður tekin upp í leiðinni. „Þegar við vorum á Akureyri lentum við í mörgum ævintýrum. Við vorum með okkar eigin „vasakameru" og þar kom á daginn að það væri ofboðslega mikið efni sem myndi fylgja okkur," segir Ágústa. Ein uppákoman sem hópurinn lenti í var þegar hann ætlaði út að borða. „Þar voru fjórir veitingastaðir og einn þeirra var með stærsta klósettið fyrir fatlaða á landinu en hjólastólarnir komust ekki inn á veitingastaðinn. Á öðrum komumst við inn en þar var ekki góð klósettaðstaða. Síðan þar sem bæði atriðin voru í lagi var dýrasti veitingastaðurinn," segir hún. Hentaði það vitaskuld illa fyrir öryrkjana sem hafa jafnan lítið fé á milli handanna. Ágústa segir að uppistandararnir fjalli um allt á milli himins og jarðar og séu síður en svo að barma sér. „Þetta er kolsvartur húmor og hárbeittur. Þau gera mikið grín að sér og sínu lífi enda þarf fólk að halda í húmorinn á öllum tímum til að þrauka, ekki síst nú til dags." Næsta uppistand Hjólastólasveitarinnar verður í Iðnó á sunnudagskvöld klukkan 21. Húsið verður opnað klukkan átta og er miðaverð 1.000 krónur. - fb
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira