Michael Ballack verður með þýska landsliðinu í kvöld þegar það mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins. Ballack hefur átt við meiðsli að stríða og lítið getað æft síðustu daga.
Á vefsíðu Bild kemur þó fram að Ballack verði með í kvöld. Þjóðverjar verða því ekki án fyrirliða síns en Ballack missti af úrslitaleik HM 2002 en þá tók hann út leikbann.
Leikurinn hefst klukkan 18:45.