Þýska félagið Stuttgart er komið ansi nálægt því að krækja í markvörðinn Jens Lehmann. Stuttgart hefur verið á eftir honum síðan tilkynnt var að hann fengi ekki nýjan samning hjá Arsenal.
Samningar milli Lehmann og þýska liðsins hafa enn ekki náðst en ljóst er að leikmaðurinn þarf að taka á sig umtalsverða launalækkun.
Stuttgart býður Lehmann samning til eins árs með möguleika á framlengingu.