Heimsveldi dópsalanna Sverrir Jakobsson skrifar 6. maí 2008 06:00 Frjáls verslun og heimskerfi alþjóðavædds kapítalisma hefur frá upphafi hnitast um nokkrar vörur sem hafa áhrif á alþjóðlegar hagsveiflur. Nú á dögum eru það olía og önnur brennsluefni fyrir orkuframleiðslu, en í árdaga hnattvæðingar voru það fremur ýmsar neysluvörur. Ýmiss konar fíkniefni skiptu þar miklu máli sem okkur þykir e.t.v. framandlegt. Nú á dögum tóbaksvarna og „stríðs gegn fíkniefnum" er nefnilega iðulega fjallað um dóp líkt og það sé jaðarvarningur sem skipti litlu máli fyrir hagkerfi heimsins. Fíkniefni eiga ekki lengur heima í heimi frjálsrar verslunar heldur verja ríki heimsins miklu fé og mannafla í að halda verslun með þau niðri. Sá veruleiki er hins vegar sögulegt frávik og að ýmsu leyti byggðist það kerfi heimsviðskipta sem enn er við lýði upp í kringum vörur sem mannfræðingar kalla „fíknimatvæli" (e. drug foods). Ýmsar af þessum matvörum voru raunar notaðar sem eins konar lyf í upphafi, t.d. kartaflan og kakóbaunin.Hvernig sykur breytti heiminumÓhætt er að tala um hnattvæðingu á 16. öld þegar evrópskir sæfarar sigldu á hafnir víðs vegar um hnöttinn og greiddu götu nýs heimskerfis í viðskiptum. Eftirspurnin eftir ýmsum neysluvörum varð grundvöllur fyrir auðsöfnun manna sem fluttu kaffi frá arabalöndum, te frá Kína og ýmiss konar framandlegar vörur frá Ameríku, s.s. tóbak og kakó. Undirstaða hinnar nýju verslunar varð hins vegar vara sem Evrópumenn kynntust á síðari hluta miðalda - sykurinn.Portúgalar tóku upp á því að flytja sykurreyrinn til Ameríku og hófu þar sykurrækt í stórum stíl. Þessi atvinnuvegur var forsmekkur að verksmiðjuiðnaði nútímans þar sem sérhæfing og flókin tækni kallaði á eins konar færibandavinnu. Enn djúpstæðari afleiðingar hafði þó vinnuaflsnotkun í sykuriðnaðinum því að hann var byggður upp á vinnu þræla sem fluttir voru frá Afríku til að starfa á plantekrum í Nýja heiminum. Ágóðinn fór til eigenda í Evrópuríkjum, einkum Englands, Frakklands og Hollands, en fleiri þjóðir reyndu að vera með í leiknum, t.d. Danir. Enda þótt sykur væri upphaflega munaðarvara varð hann æ mikilvægari þáttur í mataræði Evrópumanna, enda mikil orka í sykri. Til lengri tíma litið hafði aukin sykurneysla þó ekkert sérlega jákvæð áhrif á heilsufar alþýðu.Dóp sem lausn við viðskiptahallaEn það eru ekki einungis svokölluð fíknimatvæli sem hafa greitt fyrir gangi heimsviðskipta. Hreinræktuð fíkniefni hafa einnig haft mikil áhrif á alþjóðahagkerfið og valdatengsl þjóða þar. Á 18. öld töldu Evrópuþjóðir sig t.d. eiga í vaxandi vanda vegna viðskiptahalla við Austur-Asíu. Evrópuþjóðir fluttu þaðan krydd, silki og ýmsan iðnvarning, s.s. postulín, en lítill markaður var fyrir evrópskar vörur á þeim slóðum. Þetta bil var lengi brúað með silfri frá Nýja heiminum en það dugði ekki til þegar innflutningur fór vaxandi.Aukin tedrykkja Englendinga gerði það að verkum að viðskiptahalli gagnvart Kína var mikill og bættist ofan á það fjármagn sem þurfti til að standa undir innflutningi á sykri og tóbaki frá Ameríku. Lausn Breta á þessum vanda var að stofna nýlendu í Bengal á Indlandi um miðja 18. öld og reyndist hún mikil tekjulind. Þaðan fluttu Bretar út ódýrar vefnaðarvörur og eftir að iðnvæðing hófst varð Indland mikilvægur markaður fyrir heimaframleiðslu Breta. Í upphafi iðnvæðingar tryggðu svo Bretar að indverska handverkið væri ekki samkeppnishæft með því að leggja á það háa verndartolla. Yfirráðin yfir Indlandi urðu líka til þess að rétta af viðskiptajöfnuðinn gagnvart Kína því að þaðan fluttu Bretar út ópíum sem var nánast eina varan sem þeir höfðu yfir að ráða sem markaður var fyrir í Kína. Hann var hins vegar ólöglegur og kínversk stjórnvöld gerðu sitt til að stöðva hann í sínu eigin „stríði gegn fíkniefnum" í upphafi 19. aldar.Málstaður Kínverja naut hins vegar lítils skilnings á Vesturlöndum enda frjáls verslun komin á dagskrá og svo skipti auðvitað máli að fíkniefnaframleiðendurnir voru ekki fátækir bændur í Andesfjöllum heldur tannhjól í gangvirki breska heimsveldisins. Niðurstaðan var hið alræmda Ópíumstríð 1839-1842 en því lauk með sigri Breta og hertöku Hong Kong. Forræði Breta í heimsviðskiptum var tryggt næstu 70-80 árin á meðan aldarlöng kreppa skók Kínaveldi. Fíkniefnaverslun hefur þannig bæði stuðlað að uppbyggingu heimsvelda og mótun þess alþjóðahagkerfis sem við búum við nú á dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Frjáls verslun og heimskerfi alþjóðavædds kapítalisma hefur frá upphafi hnitast um nokkrar vörur sem hafa áhrif á alþjóðlegar hagsveiflur. Nú á dögum eru það olía og önnur brennsluefni fyrir orkuframleiðslu, en í árdaga hnattvæðingar voru það fremur ýmsar neysluvörur. Ýmiss konar fíkniefni skiptu þar miklu máli sem okkur þykir e.t.v. framandlegt. Nú á dögum tóbaksvarna og „stríðs gegn fíkniefnum" er nefnilega iðulega fjallað um dóp líkt og það sé jaðarvarningur sem skipti litlu máli fyrir hagkerfi heimsins. Fíkniefni eiga ekki lengur heima í heimi frjálsrar verslunar heldur verja ríki heimsins miklu fé og mannafla í að halda verslun með þau niðri. Sá veruleiki er hins vegar sögulegt frávik og að ýmsu leyti byggðist það kerfi heimsviðskipta sem enn er við lýði upp í kringum vörur sem mannfræðingar kalla „fíknimatvæli" (e. drug foods). Ýmsar af þessum matvörum voru raunar notaðar sem eins konar lyf í upphafi, t.d. kartaflan og kakóbaunin.Hvernig sykur breytti heiminumÓhætt er að tala um hnattvæðingu á 16. öld þegar evrópskir sæfarar sigldu á hafnir víðs vegar um hnöttinn og greiddu götu nýs heimskerfis í viðskiptum. Eftirspurnin eftir ýmsum neysluvörum varð grundvöllur fyrir auðsöfnun manna sem fluttu kaffi frá arabalöndum, te frá Kína og ýmiss konar framandlegar vörur frá Ameríku, s.s. tóbak og kakó. Undirstaða hinnar nýju verslunar varð hins vegar vara sem Evrópumenn kynntust á síðari hluta miðalda - sykurinn.Portúgalar tóku upp á því að flytja sykurreyrinn til Ameríku og hófu þar sykurrækt í stórum stíl. Þessi atvinnuvegur var forsmekkur að verksmiðjuiðnaði nútímans þar sem sérhæfing og flókin tækni kallaði á eins konar færibandavinnu. Enn djúpstæðari afleiðingar hafði þó vinnuaflsnotkun í sykuriðnaðinum því að hann var byggður upp á vinnu þræla sem fluttir voru frá Afríku til að starfa á plantekrum í Nýja heiminum. Ágóðinn fór til eigenda í Evrópuríkjum, einkum Englands, Frakklands og Hollands, en fleiri þjóðir reyndu að vera með í leiknum, t.d. Danir. Enda þótt sykur væri upphaflega munaðarvara varð hann æ mikilvægari þáttur í mataræði Evrópumanna, enda mikil orka í sykri. Til lengri tíma litið hafði aukin sykurneysla þó ekkert sérlega jákvæð áhrif á heilsufar alþýðu.Dóp sem lausn við viðskiptahallaEn það eru ekki einungis svokölluð fíknimatvæli sem hafa greitt fyrir gangi heimsviðskipta. Hreinræktuð fíkniefni hafa einnig haft mikil áhrif á alþjóðahagkerfið og valdatengsl þjóða þar. Á 18. öld töldu Evrópuþjóðir sig t.d. eiga í vaxandi vanda vegna viðskiptahalla við Austur-Asíu. Evrópuþjóðir fluttu þaðan krydd, silki og ýmsan iðnvarning, s.s. postulín, en lítill markaður var fyrir evrópskar vörur á þeim slóðum. Þetta bil var lengi brúað með silfri frá Nýja heiminum en það dugði ekki til þegar innflutningur fór vaxandi.Aukin tedrykkja Englendinga gerði það að verkum að viðskiptahalli gagnvart Kína var mikill og bættist ofan á það fjármagn sem þurfti til að standa undir innflutningi á sykri og tóbaki frá Ameríku. Lausn Breta á þessum vanda var að stofna nýlendu í Bengal á Indlandi um miðja 18. öld og reyndist hún mikil tekjulind. Þaðan fluttu Bretar út ódýrar vefnaðarvörur og eftir að iðnvæðing hófst varð Indland mikilvægur markaður fyrir heimaframleiðslu Breta. Í upphafi iðnvæðingar tryggðu svo Bretar að indverska handverkið væri ekki samkeppnishæft með því að leggja á það háa verndartolla. Yfirráðin yfir Indlandi urðu líka til þess að rétta af viðskiptajöfnuðinn gagnvart Kína því að þaðan fluttu Bretar út ópíum sem var nánast eina varan sem þeir höfðu yfir að ráða sem markaður var fyrir í Kína. Hann var hins vegar ólöglegur og kínversk stjórnvöld gerðu sitt til að stöðva hann í sínu eigin „stríði gegn fíkniefnum" í upphafi 19. aldar.Málstaður Kínverja naut hins vegar lítils skilnings á Vesturlöndum enda frjáls verslun komin á dagskrá og svo skipti auðvitað máli að fíkniefnaframleiðendurnir voru ekki fátækir bændur í Andesfjöllum heldur tannhjól í gangvirki breska heimsveldisins. Niðurstaðan var hið alræmda Ópíumstríð 1839-1842 en því lauk með sigri Breta og hertöku Hong Kong. Forræði Breta í heimsviðskiptum var tryggt næstu 70-80 árin á meðan aldarlöng kreppa skók Kínaveldi. Fíkniefnaverslun hefur þannig bæði stuðlað að uppbyggingu heimsvelda og mótun þess alþjóðahagkerfis sem við búum við nú á dögum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun