Gengi Fannie Mae og Freddie Mac hrundi 8. september 2008 13:34 Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann tilkynnti um yfirtökuna á fasteignalánasjóðunum í Washington í gær. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hrundi um rúm áttatíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Þetta er nokkurn vegin í samræmi við væntingar eftir að tilkynnt var í gær að stjórnvöld hafi tekið yfir stjórn stjóðanna. Líkt og fram hefur komið hefur forstjórum beggja sjóða verið vísað frá auk þess sem stjórnvöld segja stjórnendur sjóðanna hafa ýkt eiginfjárstöðu þeirra. Ekki mun þó hafa verið um blekkingar að ræða heldur jákvæðar skattafærslur. Þá munu stjórnvöld smám saman bæta hlutafé í báða sjóði og eign hluthafa þeirra því smám saman þynnast út. Þetta er ein viðamesta björgunaraðgerð stjórnvalda í heimi innan fjármálageirans til þessa. Gengi bréfa í Fannie Mae stóð við lokun markaða á föstudag í 7,04 dölum á hlut. Það hefur nú fallið um heil 84,8 prósent og stendur það í 1,07 dölum. Þá stóð gengi bréfa í Freddie Mac í 5,1 dal á hlut við lokun markaða á föstudag. Það hefur fallið um 80 prósent og er nú komið í 1,25 dal á hlut. Gengið gekk lítillega til baka þegar á leið. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,89 prósent við upphaf dags en Nasdaq-vísitalan um 0,53 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi hlutabréfa í hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hrundi um rúm áttatíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Þetta er nokkurn vegin í samræmi við væntingar eftir að tilkynnt var í gær að stjórnvöld hafi tekið yfir stjórn stjóðanna. Líkt og fram hefur komið hefur forstjórum beggja sjóða verið vísað frá auk þess sem stjórnvöld segja stjórnendur sjóðanna hafa ýkt eiginfjárstöðu þeirra. Ekki mun þó hafa verið um blekkingar að ræða heldur jákvæðar skattafærslur. Þá munu stjórnvöld smám saman bæta hlutafé í báða sjóði og eign hluthafa þeirra því smám saman þynnast út. Þetta er ein viðamesta björgunaraðgerð stjórnvalda í heimi innan fjármálageirans til þessa. Gengi bréfa í Fannie Mae stóð við lokun markaða á föstudag í 7,04 dölum á hlut. Það hefur nú fallið um heil 84,8 prósent og stendur það í 1,07 dölum. Þá stóð gengi bréfa í Freddie Mac í 5,1 dal á hlut við lokun markaða á föstudag. Það hefur fallið um 80 prósent og er nú komið í 1,25 dal á hlut. Gengið gekk lítillega til baka þegar á leið. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,89 prósent við upphaf dags en Nasdaq-vísitalan um 0,53 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira