Grín, glens og fallegur söngur 15. desember 2008 06:00 Emilíana Torrini sannaði það enn og aftur í Háskólabíói á laugardagskvöldið að hún er ein af okkar bestu söngkonum. Emilíana Torrini heldur ekki oft tónleika á Íslandi. Það voru því margir spenntir þegar hún boðaði til tónleika í Háskólabíói fyrir nokkru vikum og eftirvæntingin var greinilega mikil í bíóinu þegar stundin rann upp á laugardagskvöldið. Það var Lay Low sem hitaði upp. Hún mætti með tvo meðspilara, kontrabassaleikara og gítarleikara. Sjálf spilaði hún á gítar og söng. Hún tók sex lög, byrjaði á Little by Little af nýju plötunni sinni Farewell Good Night's Sleep og endaði á smellinum By and By af sömu plötu. Það sannast alltaf betur og betur hvað Lay Low er mikið náttúrutalent. Hún virðist fara svo létt með þetta allt. Þessi þriggja manna útgáfa af kántrý-poppbandinu hennar var ekkert síðri en stóra sveitin sem spilaði með henni í haust. Frábær upphitun. Eftir smá hlé kom Emilíana á sviðið ásamt hljómsveitinni sinni sem skipuð var Sigtryggi Baldurssyni trommuleikara og þremur Bretum, tveimur gítarleikurum og hljómborðsleikara sem að auki gripu í ýmis önnur hljóðfæri eftir hentugleikum. Emilíana byrjaði á Fireheads, upphafslagi nýju plötunnar Me and Armini og það var ljóst frá fyrstu tónunum að hún átti salinn. Af þeim sautján lögum sem hún flutti á tónleikunum voru að minnsta kosti tíu af Me and Armini og sex af Fisherman's Woman. Á milli laga sagði Emilíana sögur oft við mikinn fögnuð í salnum og stríddi bresku hljóðfæraleikurunum sem spiluðu með henni með því að tala um þá á íslensku. Emilíana er frábær söngkona og hún sýndi það og sannaði enn eina ferðina í Háskólabíói á laugardagskvöldið. Hún á líka mörg góð lög og texta og hljómsveitin sem spilaði með henni stóð vel fyrir sínu. Það voru margir hápunktar þar á meðal Sunny Road, reggí-lagið Me and Armini, Jungle Drum, Birds sem stigmagnaðist skemmtilega, hið rokkaða Gun og lokalagið fyrir uppklapp, Heard it All Before sem byrjaði á því að allir hljómsveitarmeðlimirnir nema hljómborðsleikarinn klöppuðu taktinn, en fóru svo einn af öðrum að syngja og spila. Eftir kröftugt uppklapp komu þrjú frábær lög til viðbótar: Fisherman's Woman, Nothing Brings Me Down og Beggar's Prayer. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Ef það er hægt að setja út á eitthvað þá fannst mér Emilíana kannski ganga aðeins of langt í glensinu á milli laga, líkt og vinur frá útlöndum sem er svo glaður að vera kominn heim að hann getur ekki stoppað. Emilíana er mjög sjarmerandi á sviði og það er gaman að heyra skemmtilegar sögur, en mér fannst hún aðeins ofgera þessu, sérstaklega þegar á leið. Það dregur svolítið úr stemningunni sem tónlistin sjálf skapar að vera stöðugt með fliss og mas á milli laga. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Emilíana Torrini heldur ekki oft tónleika á Íslandi. Það voru því margir spenntir þegar hún boðaði til tónleika í Háskólabíói fyrir nokkru vikum og eftirvæntingin var greinilega mikil í bíóinu þegar stundin rann upp á laugardagskvöldið. Það var Lay Low sem hitaði upp. Hún mætti með tvo meðspilara, kontrabassaleikara og gítarleikara. Sjálf spilaði hún á gítar og söng. Hún tók sex lög, byrjaði á Little by Little af nýju plötunni sinni Farewell Good Night's Sleep og endaði á smellinum By and By af sömu plötu. Það sannast alltaf betur og betur hvað Lay Low er mikið náttúrutalent. Hún virðist fara svo létt með þetta allt. Þessi þriggja manna útgáfa af kántrý-poppbandinu hennar var ekkert síðri en stóra sveitin sem spilaði með henni í haust. Frábær upphitun. Eftir smá hlé kom Emilíana á sviðið ásamt hljómsveitinni sinni sem skipuð var Sigtryggi Baldurssyni trommuleikara og þremur Bretum, tveimur gítarleikurum og hljómborðsleikara sem að auki gripu í ýmis önnur hljóðfæri eftir hentugleikum. Emilíana byrjaði á Fireheads, upphafslagi nýju plötunnar Me and Armini og það var ljóst frá fyrstu tónunum að hún átti salinn. Af þeim sautján lögum sem hún flutti á tónleikunum voru að minnsta kosti tíu af Me and Armini og sex af Fisherman's Woman. Á milli laga sagði Emilíana sögur oft við mikinn fögnuð í salnum og stríddi bresku hljóðfæraleikurunum sem spiluðu með henni með því að tala um þá á íslensku. Emilíana er frábær söngkona og hún sýndi það og sannaði enn eina ferðina í Háskólabíói á laugardagskvöldið. Hún á líka mörg góð lög og texta og hljómsveitin sem spilaði með henni stóð vel fyrir sínu. Það voru margir hápunktar þar á meðal Sunny Road, reggí-lagið Me and Armini, Jungle Drum, Birds sem stigmagnaðist skemmtilega, hið rokkaða Gun og lokalagið fyrir uppklapp, Heard it All Before sem byrjaði á því að allir hljómsveitarmeðlimirnir nema hljómborðsleikarinn klöppuðu taktinn, en fóru svo einn af öðrum að syngja og spila. Eftir kröftugt uppklapp komu þrjú frábær lög til viðbótar: Fisherman's Woman, Nothing Brings Me Down og Beggar's Prayer. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Ef það er hægt að setja út á eitthvað þá fannst mér Emilíana kannski ganga aðeins of langt í glensinu á milli laga, líkt og vinur frá útlöndum sem er svo glaður að vera kominn heim að hann getur ekki stoppað. Emilíana er mjög sjarmerandi á sviði og það er gaman að heyra skemmtilegar sögur, en mér fannst hún aðeins ofgera þessu, sérstaklega þegar á leið. Það dregur svolítið úr stemningunni sem tónlistin sjálf skapar að vera stöðugt með fliss og mas á milli laga.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira