Saddam Hussein var meginóvinur Al-Kaída-samtakanna Víðir Smári Petersen skrifar 25. júní 2008 00:01 dr. tom g. palmer Hann segir Íslendinga geta horft suður til Írlands í efnahagsmálum. Hann segir fyrirtækjaskatta þurfa að lækka til að halda innlendum og erlendum fjárfestum í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Dr. Tom G. Palmer er 52 ára gamall doktor í stjórnmálavísindum sem starfar hjá Cato-samtökunum. Samtökin eru alþjóðleg samtök, byggð á hugmyndum frjálshyggju um baráttu fyrir frelsi, friði og mannréttindum í heiminum. Hann var á vegum Sumarháskóla Rannsóknarmiðstöðvar samfélags- og efnahagsmála (RSE) á Bifröst á dögunum. VÍÐTÆKAR STARFSKYLDUR„Ég hef miklar skyldur innan samtakanna. Ég er varaforseti alþjóðamála hjá samtökunum og sé um að halda námskeið og fyrirlestra um frelsi í viðskiptum í löndum þar sem lítið frelsi ríkir.“Hvar starfarðu þá aðallega?„Ég hef mikið starfað í Rússlandi, Kína og Mið-Austurlöndum.“ Er ekki lítið um frelsi sums staðar í Mið-Austurlöndum? „Það er mikill misskilningur að múslimar séu ekki frelsisunnendur. Þeir eru auðvitað mismiklir unnendur frelsisins en öfgahóparnir skyggja á þá hugsjón. Ég held að til skamms tíma litið verði mikið af styrjöldum í heimi múslima milli öfgahópa og þeirra sem vilja lýðræði en til lengri tíma litið muni frelsi og lýðræði sigra að lokum.“RANGT AÐ RÁÐAST INN Í ÍRAKHvað fannst þér, sem hefur starfað mikið í Mið-Austurlöndum, um innrásina í Írak? „Það var röng ákvörðun að ráðast inn í Írak. Utanríkisstefna Bush-stjórnarinnar er auðvitað fáránleg. Það er vitað mál að Saddam Hussein var trúleysingi og hataði Al-Kaída. Hann drap alla Al-Kaída-meðlimi sem komu inn í Írak. Þess vegna má segja að Bandaríkjamenn hafi í raun gert Al-Kaída greiða með því að steypa stærsta óvini þeirra af stóli.“Hvað hefðir þú gert í staðinn ef þú hefðir verið forseti? „Ég hefði gert það sem Cato-samtökin gera víðs vegar um heiminn. Samtökin hafa verið að fræða fólk um frelsi og lýðræði í múslimaheiminum, til dæmis með því að þýða bækur eins og Frelsið eftir John Stuart Mill sem var á metsölulista í nokkrum arabaríkjum í langan tíma.“Finnst þér stríð almennt röng leið til að vinna baráttuna gegn hryðjuverkum? „Já, klárlega. Það er ekki hægt að vinna vonda hugmyndafræði nema með betri hugmyndafræði. Því tel ég ómögulegt að reyna að vinna það sem ég tel vonda hugmyndafræði með byssukúlum. Í staðinn er best að uppfræða fólk.“SEGIR PÚTÍN HÆTTULEGAN HEIMINUMHvernig finnst þér staðan í öðrum löndum sem þú hefur verið að vinna í? „Í Rússlandi er í raun og veru einræði. Þar hefur leynilögregla ríkisins tekið yfir öll viðskipti landsins, fjölmiðla og annað. Ég tel Vladimír Pútín hættulegan heiminum.“En nú ert þú hægrimaður og Vladimír Pútín og George Bush hægrimenn, af hverju gagnrýnirðu þá? „Ég vil ekki setja frjálshyggjuna á neinn vinstri eða hægri ás. Frjálshyggjan er stefna sem snýst um baráttu fyrir friði, frelsi og mannréttindum. Ég studdi ekki árásina í Írak, af því ég styð frið, en repúblikanar gerðu það. Cato-stofnunin hefur verið dugleg við að gagnrýna viðskipta- og utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin ár og því set ég mig alls ekki í skoðanahóp með George Bush, hvað þá Vladimír Pútín.“OBAMA næsti FORSETi BANDARÍKJANNAHver telur þú að vinni kosningarnar í Bandaríkjunum? „Ég held að það þurfi mikið til svo að Barack Obama vinni ekki. Það eina sem getur orðið honum að falli er ef hann segir eða gerir eitthvað heimskulegt í aðdraganda kosninganna. Ég held að Obama sé fínn maður og að hann hlusti á fólk. John McCain er ágætur en áhersla hans á innrás í Íran finnst mér öfgakennd. Þessi kenning margra um að kosningarnar muni snúast um litarhátt er held ég ekki rétt. Ég held í fyrsta lagi að John McCain muni aldrei leggjast svo lágt. Í öðru lagi tel ég Bandaríkjamenn vera tilbúna til að kjósa blökkumann til áhrifa í landinu.“ EINA LAUSNIN Á OLÍUMÁLUM ER MARKAÐURINNBlaðamaður mátti til með að spyrja út í olíuvandann sem hrjáir heimsbyggðina. „Ég tel að eina lausnin sé að leyfa markaðnum að ráða. Ef fólk er tilbúið fyrir aðra orkugjafa verða þau fyrirtæki sem nota slíkan orkugjafa ofan á í samkeppninni. Það sem er þó merkilegt er að þeir sem vildu á sínum tíma hækka olíu með sköttum til að koma í veg fyrir gróðurhúsaáhrif eru nú alveg brjálaðir út af háu olíuverði. Það er ákveðin hræsni. Lítur út fyrir að þeir hafi eingöngu viljað hafa bensínið hærra með sköttum. Miklar breytingar hafa orðið í Bandaríkjunum eftir að olíuverð hækkaði upp úr öllu valdi. Bandaríkjamenn keyra miklu minna, eru sparsamari á bensínið og nota hjólin sín meira.“ ÞJÓÐNÝTING VITLEYSAHeldurðu að mörg fyrirtæki verði þjóðnýtt í kreppunni? „Nei, það held ég ekki. Það er auðvitað ekki skrýtið að fólk sem rekur einkafyrirtæki vilji láta ríkið grípa inn í þegar illa gengur. Á hinum frjálsa markaði eiga fyrirtæki að fara á hausinn þegar þau standa sig illa, svo einfalt er það. Þá geta önnur fyrirtæki tekið við á markaðnum og þannig skapast hin heilbrigða samkeppni.“Eykur það ekki líkurnar á einokun? „Nei, alls ekki. Það hefur einmitt öfug áhrif. Þetta skapar heilbrigða samkeppni milli fyrirtækja. Hitt skapar miklu frekar einokun þegar fyrirtæki eru keypt af ríkinu og þjóðnýtt. Fyrirtæki eiga alltaf að vera hrædd við að fara á hausinn því það eykur heilbrigða samkeppni þar sem báðir aðilar græða. Í þeim tilvikum þegar ríki eru að fjárfesta með skattpeninga borgara sinna eins og í Rússlandi og mörgum arabaríkjum fara skattborgar að reiða sig á ríkisvaldið frekar en að ríkisvaldið reiði sig á borgarana. Fjárfestingar ríkisfyrirtækja eru oft af pólitískum toga frekar en vel ígrundaðar og þess vegna getur þetta skapað glundroða.“ÞURFUM ALLTAF AÐ VERA Á VARÐBERGITelur þú að frelsið í hinum vestræna heimi sé komið til að vera? „Ég held að við þurfum alltaf að standa vörð um frelsi okkar. Það er gamall málsháttur á ensku sem segir að kostnaðurinn við frelsi sé að vera alltaf á varðbergi. Maðurinn er í eðli sínu stjórnsamur og vill stjórna öðrum og vera yfir aðra hafinn. Við þurfum að temja okkur þann hugsunarhátt að ég lifi mínu lífi og þú lifir þínu lífi. Þó að ég hafi kannski miklar skoðanir á því hvernig þú ættir að lifa þínu lífi á ég ekki að reyna að þröngva þeim skoðunum upp á þig.“ HAFA ÍRLAND SEM FYRIRMYNDHvernig finnst þér Ísland hafa staðið sig í efnahagsmálum? „Ég tel Íslendinga vera mjög vel setta. Landið er aðlaðandi og með frekar frjálst hagkerfi. Mörg önnur lönd ættu að taka Ísland sér til fyrirmyndar. Til dæmis ættu aðrar þjóðir að taka upp kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd ef þær vilja veiða fisk til langs tíma. Mér finnst þetta álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna mjög furðulegt því kvótakerfið skerðir alls ekki atvinnufrelsi. Þetta er einungis tæki til að hjálpa Íslendingum við að nýta sér útflutning á fiski í lengri tíma.“Að lokum fannst blaðamanni að hann yrði að spyrja hvort Palmer hefði einhver ráð handa íslenskum stjórnvöldum í efnahagsmálunum og hvort við ættum að taka einhverjar þjóðir okkur til fyrirmyndar. „Fyrirtækjaskattar eiga að vera mjög lágir til þess að laða erlend fyrirtæki að landinu. Jafnframt má ekki gleyma að lægri fyrirtækjaskattar halda innlendum fyrirtækjum inni í landinu. Írar hafa sett gott fordæmi. Mikil fólksfækkun hafði verið á Írlandi í áratugi þangað til skattar voru lækkaðir. Nú er Írland kjörstaður fyrir fjárfesta og ekki nóg með að Írar haldi sínu eigin fólki og fyrirtækjum í landinu heldur hafa erlend fyrirtæki fjárfest mikið þar í landi.Bandaríkin tapa til dæmis miklu á fáránlegu skattkerfi. Þau eru ekki aðeins farin að hrekja erlenda fjárfesta úr landi með háum fyrirtækjasköttum heldur hafa innlend fyrirtæki flust mikið úr landi á síðustu árum en fyrirtækjaskattarnir þar eru um 35 prósent. Vissir þú til dæmis að ef Bandaríkjamaður býr og vinnur hér á Íslandi, þótt það sé í tuttugu ár, þarf hann að borga skatta bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum?“ Héðan og þaðan Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Dr. Tom G. Palmer er 52 ára gamall doktor í stjórnmálavísindum sem starfar hjá Cato-samtökunum. Samtökin eru alþjóðleg samtök, byggð á hugmyndum frjálshyggju um baráttu fyrir frelsi, friði og mannréttindum í heiminum. Hann var á vegum Sumarháskóla Rannsóknarmiðstöðvar samfélags- og efnahagsmála (RSE) á Bifröst á dögunum. VÍÐTÆKAR STARFSKYLDUR„Ég hef miklar skyldur innan samtakanna. Ég er varaforseti alþjóðamála hjá samtökunum og sé um að halda námskeið og fyrirlestra um frelsi í viðskiptum í löndum þar sem lítið frelsi ríkir.“Hvar starfarðu þá aðallega?„Ég hef mikið starfað í Rússlandi, Kína og Mið-Austurlöndum.“ Er ekki lítið um frelsi sums staðar í Mið-Austurlöndum? „Það er mikill misskilningur að múslimar séu ekki frelsisunnendur. Þeir eru auðvitað mismiklir unnendur frelsisins en öfgahóparnir skyggja á þá hugsjón. Ég held að til skamms tíma litið verði mikið af styrjöldum í heimi múslima milli öfgahópa og þeirra sem vilja lýðræði en til lengri tíma litið muni frelsi og lýðræði sigra að lokum.“RANGT AÐ RÁÐAST INN Í ÍRAKHvað fannst þér, sem hefur starfað mikið í Mið-Austurlöndum, um innrásina í Írak? „Það var röng ákvörðun að ráðast inn í Írak. Utanríkisstefna Bush-stjórnarinnar er auðvitað fáránleg. Það er vitað mál að Saddam Hussein var trúleysingi og hataði Al-Kaída. Hann drap alla Al-Kaída-meðlimi sem komu inn í Írak. Þess vegna má segja að Bandaríkjamenn hafi í raun gert Al-Kaída greiða með því að steypa stærsta óvini þeirra af stóli.“Hvað hefðir þú gert í staðinn ef þú hefðir verið forseti? „Ég hefði gert það sem Cato-samtökin gera víðs vegar um heiminn. Samtökin hafa verið að fræða fólk um frelsi og lýðræði í múslimaheiminum, til dæmis með því að þýða bækur eins og Frelsið eftir John Stuart Mill sem var á metsölulista í nokkrum arabaríkjum í langan tíma.“Finnst þér stríð almennt röng leið til að vinna baráttuna gegn hryðjuverkum? „Já, klárlega. Það er ekki hægt að vinna vonda hugmyndafræði nema með betri hugmyndafræði. Því tel ég ómögulegt að reyna að vinna það sem ég tel vonda hugmyndafræði með byssukúlum. Í staðinn er best að uppfræða fólk.“SEGIR PÚTÍN HÆTTULEGAN HEIMINUMHvernig finnst þér staðan í öðrum löndum sem þú hefur verið að vinna í? „Í Rússlandi er í raun og veru einræði. Þar hefur leynilögregla ríkisins tekið yfir öll viðskipti landsins, fjölmiðla og annað. Ég tel Vladimír Pútín hættulegan heiminum.“En nú ert þú hægrimaður og Vladimír Pútín og George Bush hægrimenn, af hverju gagnrýnirðu þá? „Ég vil ekki setja frjálshyggjuna á neinn vinstri eða hægri ás. Frjálshyggjan er stefna sem snýst um baráttu fyrir friði, frelsi og mannréttindum. Ég studdi ekki árásina í Írak, af því ég styð frið, en repúblikanar gerðu það. Cato-stofnunin hefur verið dugleg við að gagnrýna viðskipta- og utanríkisstefnu Bandaríkjanna undanfarin ár og því set ég mig alls ekki í skoðanahóp með George Bush, hvað þá Vladimír Pútín.“OBAMA næsti FORSETi BANDARÍKJANNAHver telur þú að vinni kosningarnar í Bandaríkjunum? „Ég held að það þurfi mikið til svo að Barack Obama vinni ekki. Það eina sem getur orðið honum að falli er ef hann segir eða gerir eitthvað heimskulegt í aðdraganda kosninganna. Ég held að Obama sé fínn maður og að hann hlusti á fólk. John McCain er ágætur en áhersla hans á innrás í Íran finnst mér öfgakennd. Þessi kenning margra um að kosningarnar muni snúast um litarhátt er held ég ekki rétt. Ég held í fyrsta lagi að John McCain muni aldrei leggjast svo lágt. Í öðru lagi tel ég Bandaríkjamenn vera tilbúna til að kjósa blökkumann til áhrifa í landinu.“ EINA LAUSNIN Á OLÍUMÁLUM ER MARKAÐURINNBlaðamaður mátti til með að spyrja út í olíuvandann sem hrjáir heimsbyggðina. „Ég tel að eina lausnin sé að leyfa markaðnum að ráða. Ef fólk er tilbúið fyrir aðra orkugjafa verða þau fyrirtæki sem nota slíkan orkugjafa ofan á í samkeppninni. Það sem er þó merkilegt er að þeir sem vildu á sínum tíma hækka olíu með sköttum til að koma í veg fyrir gróðurhúsaáhrif eru nú alveg brjálaðir út af háu olíuverði. Það er ákveðin hræsni. Lítur út fyrir að þeir hafi eingöngu viljað hafa bensínið hærra með sköttum. Miklar breytingar hafa orðið í Bandaríkjunum eftir að olíuverð hækkaði upp úr öllu valdi. Bandaríkjamenn keyra miklu minna, eru sparsamari á bensínið og nota hjólin sín meira.“ ÞJÓÐNÝTING VITLEYSAHeldurðu að mörg fyrirtæki verði þjóðnýtt í kreppunni? „Nei, það held ég ekki. Það er auðvitað ekki skrýtið að fólk sem rekur einkafyrirtæki vilji láta ríkið grípa inn í þegar illa gengur. Á hinum frjálsa markaði eiga fyrirtæki að fara á hausinn þegar þau standa sig illa, svo einfalt er það. Þá geta önnur fyrirtæki tekið við á markaðnum og þannig skapast hin heilbrigða samkeppni.“Eykur það ekki líkurnar á einokun? „Nei, alls ekki. Það hefur einmitt öfug áhrif. Þetta skapar heilbrigða samkeppni milli fyrirtækja. Hitt skapar miklu frekar einokun þegar fyrirtæki eru keypt af ríkinu og þjóðnýtt. Fyrirtæki eiga alltaf að vera hrædd við að fara á hausinn því það eykur heilbrigða samkeppni þar sem báðir aðilar græða. Í þeim tilvikum þegar ríki eru að fjárfesta með skattpeninga borgara sinna eins og í Rússlandi og mörgum arabaríkjum fara skattborgar að reiða sig á ríkisvaldið frekar en að ríkisvaldið reiði sig á borgarana. Fjárfestingar ríkisfyrirtækja eru oft af pólitískum toga frekar en vel ígrundaðar og þess vegna getur þetta skapað glundroða.“ÞURFUM ALLTAF AÐ VERA Á VARÐBERGITelur þú að frelsið í hinum vestræna heimi sé komið til að vera? „Ég held að við þurfum alltaf að standa vörð um frelsi okkar. Það er gamall málsháttur á ensku sem segir að kostnaðurinn við frelsi sé að vera alltaf á varðbergi. Maðurinn er í eðli sínu stjórnsamur og vill stjórna öðrum og vera yfir aðra hafinn. Við þurfum að temja okkur þann hugsunarhátt að ég lifi mínu lífi og þú lifir þínu lífi. Þó að ég hafi kannski miklar skoðanir á því hvernig þú ættir að lifa þínu lífi á ég ekki að reyna að þröngva þeim skoðunum upp á þig.“ HAFA ÍRLAND SEM FYRIRMYNDHvernig finnst þér Ísland hafa staðið sig í efnahagsmálum? „Ég tel Íslendinga vera mjög vel setta. Landið er aðlaðandi og með frekar frjálst hagkerfi. Mörg önnur lönd ættu að taka Ísland sér til fyrirmyndar. Til dæmis ættu aðrar þjóðir að taka upp kvótakerfi að íslenskri fyrirmynd ef þær vilja veiða fisk til langs tíma. Mér finnst þetta álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna mjög furðulegt því kvótakerfið skerðir alls ekki atvinnufrelsi. Þetta er einungis tæki til að hjálpa Íslendingum við að nýta sér útflutning á fiski í lengri tíma.“Að lokum fannst blaðamanni að hann yrði að spyrja hvort Palmer hefði einhver ráð handa íslenskum stjórnvöldum í efnahagsmálunum og hvort við ættum að taka einhverjar þjóðir okkur til fyrirmyndar. „Fyrirtækjaskattar eiga að vera mjög lágir til þess að laða erlend fyrirtæki að landinu. Jafnframt má ekki gleyma að lægri fyrirtækjaskattar halda innlendum fyrirtækjum inni í landinu. Írar hafa sett gott fordæmi. Mikil fólksfækkun hafði verið á Írlandi í áratugi þangað til skattar voru lækkaðir. Nú er Írland kjörstaður fyrir fjárfesta og ekki nóg með að Írar haldi sínu eigin fólki og fyrirtækjum í landinu heldur hafa erlend fyrirtæki fjárfest mikið þar í landi.Bandaríkin tapa til dæmis miklu á fáránlegu skattkerfi. Þau eru ekki aðeins farin að hrekja erlenda fjárfesta úr landi með háum fyrirtækjasköttum heldur hafa innlend fyrirtæki flust mikið úr landi á síðustu árum en fyrirtækjaskattarnir þar eru um 35 prósent. Vissir þú til dæmis að ef Bandaríkjamaður býr og vinnur hér á Íslandi, þótt það sé í tuttugu ár, þarf hann að borga skatta bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum?“
Héðan og þaðan Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira