Viðskipti innlent

Exista enn á uppleið

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 6,81 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengið hefur nú rokið upp um 21,5 prósent á sjö dögum eftir að hafa legið við lægsta gildi frá upphafi. Á eftir Existu fylgdi Færeyjabanki, sem fór upp um 4,64 prósent, Straumur, sem hækkaði um 3,95 prósent og hinn færeyski Eik banki, sem hækkaði um 3,75 prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum og í Landsbankanum um rúm tvö prósent.

Einungis gengi bréfa í Bakkavör lækkaði á sama tíma, eða um 0,34 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,94 prósent og stendur hún í 4.398 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×