Ábyrgt svar Þorsteinn Pálsson skrifar 12. júní 2008 06:00 Svar sjávarútvegsráðherra til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er markvert fyrir þá sök að báðir stjórnarflokkarnir hafa náð saman um það og forysta Framsóknarflokksins sýnist vera efnislega sammála þeim fyrstu viðbrögðum. Langt er síðan jafn breið samstaða hefur tekist um svo eldfimt mál sem lýtur að sjálfri fiskveiðistjórnuninni. Mikilvægustu atriðin í svari ríkisstjórnarflokkanna eru þrjú: Í fyrsta lagi að fara ekki í raun út fyrir það sem samið var um í stjórnarsáttmálanum, að skipa nefnd til að meta reynsluna af aflamarkskerfinu. Í öðru lagi að hafna skaðabótum. Í þriðja lagi að draga fram þá staðreynd að svipting veiðiheimilda gæti rekist á stjórnarskrá og eignarréttarvernd mannréttindasáttmála Evrópu. Deilurnar um fiskveiðistjórnunina eru helsta hugmyndafræðilega ágreiningsefnið í íslenskum stjórnmálum. Þar er annars vegar tekist á um markaðslausnir og hins vegar um pólitíska miðstýringu. Að því leyti er deiluefnið skýrt. Þeir sem eru hlynntir pólitískri miðstýringu fiskveiða hafa litið svo á að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna útiloki sjálfkrafa að við getum hagnýtt okkur kosti markaðskerfisins. Sú fullyrðing er vægast sagt hæpin þegar á það er horft að allar aðrar fiskveiðiþjóðir hafa án ágreinings fengið að úthluta veiðiheimildum á grundvelli veiðireynslu eins og hér var gert. Þá hafa markaðslausnir við stjórn fiskveiða með nokkrum öðrum þjóðum ekki þótt vera andstæðar mannréttindaskuldbindingum. Hvers vegna þá hér? Hagnaður útvegsins og sjálfbær nýting fiskistofna eru þau atriði sem fiskveiðistjórnun snýst öðru fremur um. Það sem skiptir máli til að ná þeim markmiðum er að jafnvægi sé á milli afkastagetu fiskiskipastólsins og afrakstursgetu fiskistofnanna. Ef fiskiskipastóllinn er of stór gerist þrennt: Kostnaðurinn verður of mikill, þrýstingur á ofveiði eykst og launakjör versna. Þó að markaðskerfið sé ekki fullkomið sýnir reynslan að það hefur skilað betri árangri varðandi þessi höfuðmarkmið en pólitísk miðstýring. Reynslan sýnir að þegar veiðiheimildum hefur verið úthlutað á pólitískum grundvelli eiga stjórnmálmenn erfiðara með að takmarka leyfðan heildarafla. Í flestum miðstýringarkerfum þurfa skattborgararnir einnig að greiða með útgerðinni. Þær fréttir sem nú berast frá nokkrum helstu miðstýringarþjóðum í fiskveiðum í Evrópu sýna þennan vanda í hnotskurn. Hækkandi olíuverð veldur því að ýmsar ríkisstjórnir íhuga að láta skattborgarana greiða enn stærri hluta af útgerðarkostnaði of stórs flota. Það er þetta sem myndi hljótast af kerfisbreytingu hér á landi. Væri það mannréttindabót? Fiskveiðar hafa óvíða jafn mikla efnahagslega þýðingu og hjá okkur. Það er því ekki ofsögum sagt að þær hugmyndafræðilegu deilur sem staðið hafa um stjórn fiskveiða snúast um lífskjör. Þetta á bæði við um þjóðarbúskapinn í heild og einstaklinga. Í ríkisstyrktum sjávarplássum Evrópu eru lífskjör að öllu jöfnu mun lakari en á þeim svæðum þar sem samkeppnishæfar atvinnugreinar þrífast. Að þessu virtu hefði annars konar svar af hálfu ríkisstjórnarinnar verið óábyrgt. Ábyrg afstaða Framsóknarflokksins sýnir að þar er að finna forystumenn sem geta verið stærri í sniðum en einfaldar tölur í skoðanakönnunum augnabliksins. Nú er mannréttindanefndarinnar að svara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun
Svar sjávarútvegsráðherra til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er markvert fyrir þá sök að báðir stjórnarflokkarnir hafa náð saman um það og forysta Framsóknarflokksins sýnist vera efnislega sammála þeim fyrstu viðbrögðum. Langt er síðan jafn breið samstaða hefur tekist um svo eldfimt mál sem lýtur að sjálfri fiskveiðistjórnuninni. Mikilvægustu atriðin í svari ríkisstjórnarflokkanna eru þrjú: Í fyrsta lagi að fara ekki í raun út fyrir það sem samið var um í stjórnarsáttmálanum, að skipa nefnd til að meta reynsluna af aflamarkskerfinu. Í öðru lagi að hafna skaðabótum. Í þriðja lagi að draga fram þá staðreynd að svipting veiðiheimilda gæti rekist á stjórnarskrá og eignarréttarvernd mannréttindasáttmála Evrópu. Deilurnar um fiskveiðistjórnunina eru helsta hugmyndafræðilega ágreiningsefnið í íslenskum stjórnmálum. Þar er annars vegar tekist á um markaðslausnir og hins vegar um pólitíska miðstýringu. Að því leyti er deiluefnið skýrt. Þeir sem eru hlynntir pólitískri miðstýringu fiskveiða hafa litið svo á að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna útiloki sjálfkrafa að við getum hagnýtt okkur kosti markaðskerfisins. Sú fullyrðing er vægast sagt hæpin þegar á það er horft að allar aðrar fiskveiðiþjóðir hafa án ágreinings fengið að úthluta veiðiheimildum á grundvelli veiðireynslu eins og hér var gert. Þá hafa markaðslausnir við stjórn fiskveiða með nokkrum öðrum þjóðum ekki þótt vera andstæðar mannréttindaskuldbindingum. Hvers vegna þá hér? Hagnaður útvegsins og sjálfbær nýting fiskistofna eru þau atriði sem fiskveiðistjórnun snýst öðru fremur um. Það sem skiptir máli til að ná þeim markmiðum er að jafnvægi sé á milli afkastagetu fiskiskipastólsins og afrakstursgetu fiskistofnanna. Ef fiskiskipastóllinn er of stór gerist þrennt: Kostnaðurinn verður of mikill, þrýstingur á ofveiði eykst og launakjör versna. Þó að markaðskerfið sé ekki fullkomið sýnir reynslan að það hefur skilað betri árangri varðandi þessi höfuðmarkmið en pólitísk miðstýring. Reynslan sýnir að þegar veiðiheimildum hefur verið úthlutað á pólitískum grundvelli eiga stjórnmálmenn erfiðara með að takmarka leyfðan heildarafla. Í flestum miðstýringarkerfum þurfa skattborgararnir einnig að greiða með útgerðinni. Þær fréttir sem nú berast frá nokkrum helstu miðstýringarþjóðum í fiskveiðum í Evrópu sýna þennan vanda í hnotskurn. Hækkandi olíuverð veldur því að ýmsar ríkisstjórnir íhuga að láta skattborgarana greiða enn stærri hluta af útgerðarkostnaði of stórs flota. Það er þetta sem myndi hljótast af kerfisbreytingu hér á landi. Væri það mannréttindabót? Fiskveiðar hafa óvíða jafn mikla efnahagslega þýðingu og hjá okkur. Það er því ekki ofsögum sagt að þær hugmyndafræðilegu deilur sem staðið hafa um stjórn fiskveiða snúast um lífskjör. Þetta á bæði við um þjóðarbúskapinn í heild og einstaklinga. Í ríkisstyrktum sjávarplássum Evrópu eru lífskjör að öllu jöfnu mun lakari en á þeim svæðum þar sem samkeppnishæfar atvinnugreinar þrífast. Að þessu virtu hefði annars konar svar af hálfu ríkisstjórnarinnar verið óábyrgt. Ábyrg afstaða Framsóknarflokksins sýnir að þar er að finna forystumenn sem geta verið stærri í sniðum en einfaldar tölur í skoðanakönnunum augnabliksins. Nú er mannréttindanefndarinnar að svara.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun