Njótið þess að vera til Jónína Michaelsdóttir skrifar 2. september 2008 04:00 Sigurhátíðin í miðborg Reykjavíkur 27. ágúst verður lengi í minnum höfð. Gleðin og stoltið yfir afreki íslenska handboltaliðsins í Kína kveikti í hverju hjarta og eldurinn læstist um sál og sinni. Þegar fyrirliðinn stóð í sviðsljósinu notaði hann það til að koma á framfæri skilaboðum sem nýtast ekki aðeins þeim sem vilja stunda handknattleik hér á landi og íþróttir yfirleitt, heldur öllum sem á hlýddu. Frá leikskólabörnum til ellilífeyrisþega: „Vera glaðir og sáttir. Elska sjálfan sig. Finna fyllinguna, ekki vöntunina. Finna hver maður er. Þegar maður er sáttur við sjálfan sig getur maður byrjað að gefa orku." Og á Arnarhóli sagði hann meðal annars: „Njótið þess bara að vera til! Ég lærði það í þessu móti að það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur. Við eigum að keppa við sjálf okkur endalaust, ekki hvert annað." Maður sem talar svona er bæði sigurvegari á vellinum og í eigin lífi og hann er að miðla eigin reynslu og félaga sinna til þeirra sem á augnabliki sigursins drekka í sig hvert orð sem hann segir. Hann er að tala um að vera manneskja. Að við ráðum sjálf hverju við beinum athyglinni að og getum stýrt daglegu lífi okkar í þann farveg sem viljinn stendur til. Okkur getur þótt þessi ábending góð gjöf og fyrirliðinn snjall, en svo koma nýir atburðir, víman rennur af fólki og hugurinn reikar annað. Ég held nú samt að við ættum að taka okkur vænan afleggjara af þessari jurt, leyfa henni að vaxa og dafna og muna að vökva hana reglulega. Á heimavelli geta allir orðið sigurvegarar - ef þeir vilja það nógu mikið. Einstakur maðurAndlegur leiðtogi þjóðarinnar í áratugi, kvaddi lífið árla dags 28. ágúst. Sigurbjörn Einarsson, biskup gerði þjóð sína stærri með mennsku sinni, yfirsýn og visku. Við glöddumst yfir því að eiga hann og finnst við auðugri en margar stórþjóðir vegna hans. Hann hreykti sér aldrei en setti ekki ljós sitt undir mæliker. Talaði til hvers manns eins og jafningja, bæði í fjölmiðlum og einkasamtölum. Hann náði háum aldri en var til hinstu stundar nútímamaður. Með skarpa sýn og skapandi hugsun. Hann átti brýnt erindi við samtíð sína hverju sinni, var djúpvitur og talaði enga tæpitungu. Í einum af pistlum hans sem birtust í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Hvað viltu veröld", skrifar hann:„Á hverri tíð er mikið í húfi um það, að til sé fólk, sem hefur heill og manndóm til þess að sjá í gegnum mistur og moldviðri samtíma síns, láta ekki blekkjast af glossagangi ofláta og dægurgosa né neinn sírenusöng seiða sig í andlegt dauðadá. ...Það er leyndarmál þeirra manna, sem heimurinn á mest að þakka, að þeim þótti vænt um mennina."Sigurbjörn Einarsson var sjálfur einn þeirra manna sem hann vísar þarna til. Sá kimi heimsins sem heitir Ísland á honum mikið að þakka. Honum þótti í raun og sannleika vænt um mennina, og hafði bæði heill og manndóm til að sjá í gegnum mistur og moldviðri samtímans. Höfðingi og alþýðumaðurSigurbjörn biskup var vitur og vel menntaður kennimaður, biskup Íslands í rúma tvo áratugi, mikilvirkt sálmaskáld, þýðandi og rithöfundur. Hann var bæði höfðingi og alþýðumaður. Sjálfri er mér minnisstæðast hvernig manneskja hann var. Hvað hann hafði hlýja og sterka nærveru, sem maður naut best í tveggja manna tali. Samt var auðvelt að finna þennan galdur þegar Sigurbjörn birtist á skjánum.Maður eins og Sigurbjörn Einarsson, biskup, alþýðumaður sem verður æðsti maður kirkjunnar hér á landi, nýtur virðingar heima og erlendis hjá þeim sem kynnast honum og verkum hans, maður sem á brýnt erindi við samtímann, talar inn í hjörtu fólks, og nærir heilbrigða hugsun, slíkur maður gæti auðveldlega komist í dýrlingatölu. Verið settur á stall.En það var mennskan sem gerði hann einstakan. Hann var kærleiksríkur maður og góður en líka mannþekkjari. Skildi mannlegan breyskleika en dæmdi ekki. Beygði aldrei hegðun sína undir almenningsálit. Var ævinlega hann sjálfur. Hann gerði mann glaðan. Við erum mun ríkari en ella af því að hann var til, og var Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Sigurhátíðin í miðborg Reykjavíkur 27. ágúst verður lengi í minnum höfð. Gleðin og stoltið yfir afreki íslenska handboltaliðsins í Kína kveikti í hverju hjarta og eldurinn læstist um sál og sinni. Þegar fyrirliðinn stóð í sviðsljósinu notaði hann það til að koma á framfæri skilaboðum sem nýtast ekki aðeins þeim sem vilja stunda handknattleik hér á landi og íþróttir yfirleitt, heldur öllum sem á hlýddu. Frá leikskólabörnum til ellilífeyrisþega: „Vera glaðir og sáttir. Elska sjálfan sig. Finna fyllinguna, ekki vöntunina. Finna hver maður er. Þegar maður er sáttur við sjálfan sig getur maður byrjað að gefa orku." Og á Arnarhóli sagði hann meðal annars: „Njótið þess bara að vera til! Ég lærði það í þessu móti að það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur. Við eigum að keppa við sjálf okkur endalaust, ekki hvert annað." Maður sem talar svona er bæði sigurvegari á vellinum og í eigin lífi og hann er að miðla eigin reynslu og félaga sinna til þeirra sem á augnabliki sigursins drekka í sig hvert orð sem hann segir. Hann er að tala um að vera manneskja. Að við ráðum sjálf hverju við beinum athyglinni að og getum stýrt daglegu lífi okkar í þann farveg sem viljinn stendur til. Okkur getur þótt þessi ábending góð gjöf og fyrirliðinn snjall, en svo koma nýir atburðir, víman rennur af fólki og hugurinn reikar annað. Ég held nú samt að við ættum að taka okkur vænan afleggjara af þessari jurt, leyfa henni að vaxa og dafna og muna að vökva hana reglulega. Á heimavelli geta allir orðið sigurvegarar - ef þeir vilja það nógu mikið. Einstakur maðurAndlegur leiðtogi þjóðarinnar í áratugi, kvaddi lífið árla dags 28. ágúst. Sigurbjörn Einarsson, biskup gerði þjóð sína stærri með mennsku sinni, yfirsýn og visku. Við glöddumst yfir því að eiga hann og finnst við auðugri en margar stórþjóðir vegna hans. Hann hreykti sér aldrei en setti ekki ljós sitt undir mæliker. Talaði til hvers manns eins og jafningja, bæði í fjölmiðlum og einkasamtölum. Hann náði háum aldri en var til hinstu stundar nútímamaður. Með skarpa sýn og skapandi hugsun. Hann átti brýnt erindi við samtíð sína hverju sinni, var djúpvitur og talaði enga tæpitungu. Í einum af pistlum hans sem birtust í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Hvað viltu veröld", skrifar hann:„Á hverri tíð er mikið í húfi um það, að til sé fólk, sem hefur heill og manndóm til þess að sjá í gegnum mistur og moldviðri samtíma síns, láta ekki blekkjast af glossagangi ofláta og dægurgosa né neinn sírenusöng seiða sig í andlegt dauðadá. ...Það er leyndarmál þeirra manna, sem heimurinn á mest að þakka, að þeim þótti vænt um mennina."Sigurbjörn Einarsson var sjálfur einn þeirra manna sem hann vísar þarna til. Sá kimi heimsins sem heitir Ísland á honum mikið að þakka. Honum þótti í raun og sannleika vænt um mennina, og hafði bæði heill og manndóm til að sjá í gegnum mistur og moldviðri samtímans. Höfðingi og alþýðumaðurSigurbjörn biskup var vitur og vel menntaður kennimaður, biskup Íslands í rúma tvo áratugi, mikilvirkt sálmaskáld, þýðandi og rithöfundur. Hann var bæði höfðingi og alþýðumaður. Sjálfri er mér minnisstæðast hvernig manneskja hann var. Hvað hann hafði hlýja og sterka nærveru, sem maður naut best í tveggja manna tali. Samt var auðvelt að finna þennan galdur þegar Sigurbjörn birtist á skjánum.Maður eins og Sigurbjörn Einarsson, biskup, alþýðumaður sem verður æðsti maður kirkjunnar hér á landi, nýtur virðingar heima og erlendis hjá þeim sem kynnast honum og verkum hans, maður sem á brýnt erindi við samtímann, talar inn í hjörtu fólks, og nærir heilbrigða hugsun, slíkur maður gæti auðveldlega komist í dýrlingatölu. Verið settur á stall.En það var mennskan sem gerði hann einstakan. Hann var kærleiksríkur maður og góður en líka mannþekkjari. Skildi mannlegan breyskleika en dæmdi ekki. Beygði aldrei hegðun sína undir almenningsálit. Var ævinlega hann sjálfur. Hann gerði mann glaðan. Við erum mun ríkari en ella af því að hann var til, og var Íslendingur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun