Litlir sigrar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 16. nóvember 2008 06:00 Sú ákvörðun að segja Bretum að við kærum okkur ekki um þeirra nærveru hér á landi með svokölluðu loftrýmiseftirliti var góð og reyndar nauðsynleg. Þó að þessi yfirlýsing sé kannski í sjálfu sér ekki stóra málið í okkar miklu og þungu vandamálum er þetta engu að síður atriði fyrir sálartetrið. Daglega berast okkur fréttir af því að lítið sé gert úr Íslendingum. Stolt okkar er sært. Það er óþægilegt að vita til þess að einhverjir brosi yfir ástandinu og jafnvel að eiginleikum okkar sem þjóðar. Af hverju segjum við fréttir af því að evrópsk ráðstefna geðhjúkrunarfræðinga hafi byrjað á brandara um óhamingju þjóðarinnar? Vegna þess að fréttin segir okkur það sem við höfum á tilfinningunni, að þórðargleði ríki hjá mörgum vegna stöðunnar hér á landi. Við erum sögð hafa flogið of nálægt sólinni. Það er stuðandi að framkvæmdastjóri geðheilbrigðissviðs WHO í Evrópu hafi notað ástandið hér til að brjóta ísinn fyrir erindi á ráðstefnu. Það er pirrandi að menn hafi gengið með söfnunarbauk um Strikið í Kaupmannahöfn og safnað fyrir Íslendinga. Það fer illa með sært stoltið að heyra af því að í Kasakstan hafni menn alfarið öllum samanburði við Ísland um efnahag. Til þess að geta staðið keik í þeim erfiðleikum sem framundan eru þarf fólk að fá á tilfinninguna að við getum enn svarað fyrir okkur. Þetta sýna 80.000 undirskriftir Íslendinga hjá Indefence-hópnum, þar sem skilaboðin eru einföld en sterk. Við erum ekki hryðjuverkamenn. Og við mótmælum því að komið sé fram við okkur eins og hryðjuverkamenn. Staðreyndin er sú að við upplifum öll sært stolt. Það á að tala sterkt og ákveðið til manna eins og Gordons Brown. Við viljum ekki standa sneypt gagnvart svoleiðis mönnum. Við viljum að svarað sé fyrir okkur. Og að þeim skilaboðum sé komið til Bretanna að þeir geti bara stundað sínar loftrýmisæfingar annars staðar. Þeir séu ekki velkomnir hingað núna, því þeir hafa sannarlega ekki sýnt okkur að framkomu bandamanns. Við vitum að öll verðum við að axla þungar byrðar. Til þess að geta það verðum við að geta staðið bein í baki sem þjóð. Og þá skipta litlu sigrarnir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Sú ákvörðun að segja Bretum að við kærum okkur ekki um þeirra nærveru hér á landi með svokölluðu loftrýmiseftirliti var góð og reyndar nauðsynleg. Þó að þessi yfirlýsing sé kannski í sjálfu sér ekki stóra málið í okkar miklu og þungu vandamálum er þetta engu að síður atriði fyrir sálartetrið. Daglega berast okkur fréttir af því að lítið sé gert úr Íslendingum. Stolt okkar er sært. Það er óþægilegt að vita til þess að einhverjir brosi yfir ástandinu og jafnvel að eiginleikum okkar sem þjóðar. Af hverju segjum við fréttir af því að evrópsk ráðstefna geðhjúkrunarfræðinga hafi byrjað á brandara um óhamingju þjóðarinnar? Vegna þess að fréttin segir okkur það sem við höfum á tilfinningunni, að þórðargleði ríki hjá mörgum vegna stöðunnar hér á landi. Við erum sögð hafa flogið of nálægt sólinni. Það er stuðandi að framkvæmdastjóri geðheilbrigðissviðs WHO í Evrópu hafi notað ástandið hér til að brjóta ísinn fyrir erindi á ráðstefnu. Það er pirrandi að menn hafi gengið með söfnunarbauk um Strikið í Kaupmannahöfn og safnað fyrir Íslendinga. Það fer illa með sært stoltið að heyra af því að í Kasakstan hafni menn alfarið öllum samanburði við Ísland um efnahag. Til þess að geta staðið keik í þeim erfiðleikum sem framundan eru þarf fólk að fá á tilfinninguna að við getum enn svarað fyrir okkur. Þetta sýna 80.000 undirskriftir Íslendinga hjá Indefence-hópnum, þar sem skilaboðin eru einföld en sterk. Við erum ekki hryðjuverkamenn. Og við mótmælum því að komið sé fram við okkur eins og hryðjuverkamenn. Staðreyndin er sú að við upplifum öll sært stolt. Það á að tala sterkt og ákveðið til manna eins og Gordons Brown. Við viljum ekki standa sneypt gagnvart svoleiðis mönnum. Við viljum að svarað sé fyrir okkur. Og að þeim skilaboðum sé komið til Bretanna að þeir geti bara stundað sínar loftrýmisæfingar annars staðar. Þeir séu ekki velkomnir hingað núna, því þeir hafa sannarlega ekki sýnt okkur að framkomu bandamanns. Við vitum að öll verðum við að axla þungar byrðar. Til þess að geta það verðum við að geta staðið bein í baki sem þjóð. Og þá skipta litlu sigrarnir máli.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun