Brettadramað um Óþelló 4. desember 2008 06:00 Óvenjuleg sýning á Óþelló sem dregur saman bmx-glæfra, bretti og framtíðarútgáfu af klassísku leikverki. Farandsýning sem hefur ferðast á milli menntaskólanna í Reykjavík og verður á ferðinni út fyrir borgarmörkin eftir jól er nú sest að í Íslensku óperunni. Almennum leikhúsgestum gefst nú eitt tækifæri til að sjá sýninguna Óþelló Parkour. Sýningin er fyrsta leikstjórnarverkefni Ívars Arnars Sverrissonar og er jafnframt tilraun til að brjóta hefðir kringum hina sígildu sögu Shakespeare um márann frá Feneyjum, örlög hans og ástir. Sýninguna setti Ívar saman með því að sækja sér sérfræðiþekkingu í nýstárlega íþrótt sem hefur vaxið hratt að vinsældum á liðnum árum víða um heim: Parkour. Þetta jaðarsport dró saman krafta úr tveimur aðskildum frístundaiðkunum sem urðu til á götum borga heimsins: bmx og hjólabretti. Parkour snýst um að gera sitt nánasta umhverfi að leikvelli sínum. Nota hjól og bretti til frelsiskenndrar tjáningar með stökkum og fífldirfsku á hörðum flötum asfaltsins og steypunnar. Að gera það sem maður vill, fara þangað sem maður vill, vera sá sem maður er. Í sviðsetningu Ívars koma fram tólf leikarar og íþróttamenn: Óþelló er leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, Desdemóna er Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Jagó Ólafur S.K. Þorvaldz, en Emilía kona hans er Alexía Björg Jóhannesdóttir. Róderígó er Magnús Guðmundsson, Kassíó er Antoine Hrannar Fons, og Bjanka Inga Huld Hákonardóttir. Hópurinn Radioactive Pants fer með ýmis hlutverk en hann skipa: Tómas Þórhallur Guðmundsson, Andri Már Birgisson, Davíð Már Sigurðsson, Stefán Birnir Stefánsson og Tómas Orri Birgisson. Ívar hefur kosið að setja þessa óvenjulegu leiksýningu upp í náinni framtíð: Oþelló Parkour gerist á Vestfjörðum 2056. Grænlendingar er óvinir okkar og Vestfirðir eru sjálfstætt land. Óþelló er herforingi á Íslandi og hefur miðlað af reynslu sinni þegar Íslendingar hófu að byggja upp her til að verja olíu- og vatnsauðlindir landsins. Grænlendingar gera árás á Vestfirði vegna deilna um olíulindir á Grænlandshafi. Inní þetta fléttast svo ástarsaga Óþellós og Desdemónu. Aðeins ein kvöldsýning er fyrirhuguð á verkinu hér í Reykjavík að þessu sinni og verður hún föstudaginn 5. desember. Miðar verða seldir í Óperunni og ættu unnendur Shakespeare að hressa upp á minningarnar, en hér hefur Óþelló ekki verið fluttur síðan Baltasar, Ingvar og þau voru á síðasta ári í Leiklistarskólanum – og það er langt síðan. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Farandsýning sem hefur ferðast á milli menntaskólanna í Reykjavík og verður á ferðinni út fyrir borgarmörkin eftir jól er nú sest að í Íslensku óperunni. Almennum leikhúsgestum gefst nú eitt tækifæri til að sjá sýninguna Óþelló Parkour. Sýningin er fyrsta leikstjórnarverkefni Ívars Arnars Sverrissonar og er jafnframt tilraun til að brjóta hefðir kringum hina sígildu sögu Shakespeare um márann frá Feneyjum, örlög hans og ástir. Sýninguna setti Ívar saman með því að sækja sér sérfræðiþekkingu í nýstárlega íþrótt sem hefur vaxið hratt að vinsældum á liðnum árum víða um heim: Parkour. Þetta jaðarsport dró saman krafta úr tveimur aðskildum frístundaiðkunum sem urðu til á götum borga heimsins: bmx og hjólabretti. Parkour snýst um að gera sitt nánasta umhverfi að leikvelli sínum. Nota hjól og bretti til frelsiskenndrar tjáningar með stökkum og fífldirfsku á hörðum flötum asfaltsins og steypunnar. Að gera það sem maður vill, fara þangað sem maður vill, vera sá sem maður er. Í sviðsetningu Ívars koma fram tólf leikarar og íþróttamenn: Óþelló er leikinn af Sveini Ólafi Gunnarssyni, Desdemóna er Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Jagó Ólafur S.K. Þorvaldz, en Emilía kona hans er Alexía Björg Jóhannesdóttir. Róderígó er Magnús Guðmundsson, Kassíó er Antoine Hrannar Fons, og Bjanka Inga Huld Hákonardóttir. Hópurinn Radioactive Pants fer með ýmis hlutverk en hann skipa: Tómas Þórhallur Guðmundsson, Andri Már Birgisson, Davíð Már Sigurðsson, Stefán Birnir Stefánsson og Tómas Orri Birgisson. Ívar hefur kosið að setja þessa óvenjulegu leiksýningu upp í náinni framtíð: Oþelló Parkour gerist á Vestfjörðum 2056. Grænlendingar er óvinir okkar og Vestfirðir eru sjálfstætt land. Óþelló er herforingi á Íslandi og hefur miðlað af reynslu sinni þegar Íslendingar hófu að byggja upp her til að verja olíu- og vatnsauðlindir landsins. Grænlendingar gera árás á Vestfirði vegna deilna um olíulindir á Grænlandshafi. Inní þetta fléttast svo ástarsaga Óþellós og Desdemónu. Aðeins ein kvöldsýning er fyrirhuguð á verkinu hér í Reykjavík að þessu sinni og verður hún föstudaginn 5. desember. Miðar verða seldir í Óperunni og ættu unnendur Shakespeare að hressa upp á minningarnar, en hér hefur Óþelló ekki verið fluttur síðan Baltasar, Ingvar og þau voru á síðasta ári í Leiklistarskólanum – og það er langt síðan. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira