Óljóst eignarhald setur framtíð FIH-bankans í hættu 22. desember 2008 12:16 FIH-bankinn í Danmörku þarf á endurfjármögnun að halda upp á fleiri milljarða danskra kr. á næsta ári. Framtíð bankans er í hættu vegna þess hve óljóst er um eignarhaldið á bankanum segir í frétt á Business.dk. Samkvæmt Business.dk gerir þetta ójósa eignarhald það að verkum að FIH getur ekki sótt sér fjármagn á millibankamarkaði og þarf því að reiða sig á aðstoð frá danska ríkinu. Bankinn yrði þar í hópi annarra banka sem myndu njóta góðs af svokölluðum "bankepakke 2" sem er önnur umferð danskra stjórnvalda í að skjóta fjármagni í danska bankakerfið. Eins og kunnugt er af fréttum hér á visir.is er FIH-bankinn nú í raun í eigu íslenskra stjórnvalda. Kaupþing átti FIH er íslenska bankakerfið hrundi. Kortéri fyrir hrunið fékk Kaupþing 500 milljóna evra, eða rúmlega 70 milljarða kr. neyðarlán frá Seðlabanka Íslands með allsherjarveði í FIH. JPMorgan hefur haft FIH í sölumeðferð frá því í nóvember s.l.. Hingsvegar hefur enginn sýnt því alvarlegan áhuga á að kaupa bankann. Verðmat JPMorgan á FIH er um 250 milljónir evra eða um helmingur af veði Seðlabankans. Áhugaleysi kaupenda skýrist að stórum hluta af endurfjármögnunarþörf FIH á næsta ári. Á Business.dk segir að FIH hafi áður fyrir verið talinn traustur og mjög vel rekinn banki sem ekki tók miklar áhættur í útlánastarfsemi sinni sem var einkum til fyrirtækja og félaga. Síðan komu íslenskir eigendur bankans til sögunnar og með þeim nýir siðir. Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
FIH-bankinn í Danmörku þarf á endurfjármögnun að halda upp á fleiri milljarða danskra kr. á næsta ári. Framtíð bankans er í hættu vegna þess hve óljóst er um eignarhaldið á bankanum segir í frétt á Business.dk. Samkvæmt Business.dk gerir þetta ójósa eignarhald það að verkum að FIH getur ekki sótt sér fjármagn á millibankamarkaði og þarf því að reiða sig á aðstoð frá danska ríkinu. Bankinn yrði þar í hópi annarra banka sem myndu njóta góðs af svokölluðum "bankepakke 2" sem er önnur umferð danskra stjórnvalda í að skjóta fjármagni í danska bankakerfið. Eins og kunnugt er af fréttum hér á visir.is er FIH-bankinn nú í raun í eigu íslenskra stjórnvalda. Kaupþing átti FIH er íslenska bankakerfið hrundi. Kortéri fyrir hrunið fékk Kaupþing 500 milljóna evra, eða rúmlega 70 milljarða kr. neyðarlán frá Seðlabanka Íslands með allsherjarveði í FIH. JPMorgan hefur haft FIH í sölumeðferð frá því í nóvember s.l.. Hingsvegar hefur enginn sýnt því alvarlegan áhuga á að kaupa bankann. Verðmat JPMorgan á FIH er um 250 milljónir evra eða um helmingur af veði Seðlabankans. Áhugaleysi kaupenda skýrist að stórum hluta af endurfjármögnunarþörf FIH á næsta ári. Á Business.dk segir að FIH hafi áður fyrir verið talinn traustur og mjög vel rekinn banki sem ekki tók miklar áhættur í útlánastarfsemi sinni sem var einkum til fyrirtækja og félaga. Síðan komu íslenskir eigendur bankans til sögunnar og með þeim nýir siðir.
Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira