Góðu stelpurnar Gerður Kristný skrifar 8. desember 2008 06:00 Það voru þrjár stelpur í hverfinu mínu sem aldrei virtust fara út úr húsi svo þær væru ekki að hjálpa mæðrum sínum. Þær fóru út með ruslið fyrir þær, skruppu út í búð eða sátu yfir systkinum sínum á rólóvöllunum. „Ég hitti hana Önnu Dís áðan. Hún var að kaupa mjólk fyrir mömmu sína," sögðu húsmæðurnar í hverfinu og andvörpuðu yfir því að eiga dætur sem dirfðust að leika sér lengur en í hálftíma í senn. Auðvitað skildi maður sneiðina en einhverra hluta vegna fannst mér ég aldrei eiga eftir að ná með tærnar þar sem hjálpfúsa stelpnastóðið hafði hælana. Það tæki því ekki einu sinni að reyna. Anna Dís átti vinninginn af þessari heilögu þrenningu því hún átti bróður með Downs-heilkenni. Hann var fáeinum árum eldri en hún og sást stundum hjóla um hverfið í bláum íþróttagalla. „Það sem hún er dugleg," stundu konurnar í hverfinu þegar systkinin urðu á vegi þeirra og voru svo djúpt snortnar að það var eins og hin signa mær hefði birst þeim og hvíslað að þeim dularfullum skilaboðum. Maður reyndi hvað maður gat að bæla niður samviskubitið yfir hyskninni við heimilisstörfin og á veturna sótti ég í sunnudagaskóla. Björtum barnarómi hvatti ég Kristmenn krossmenn áfram og bað Guð um að gjöra mér lítið ljós. Hjálpsömu stelpurnar létu ekki sjá sig þar, enda vafalítið skorðaðar fastar á bak við eldavélina. Því rak mig í rogastans einn morguninn þegar hin glófexta Anna Dís birtist í sunnudagaskólanum. Hún heilsaði mér glaðlega og settist við hliðina á mér. Hún var allt of góð til að vera hér. Sáu kennararnir það ekki. Af hverju sendu þeir hana ekki heim? En þarna sat hún, hlustaði á biblíusögur, söng sálma og fór með bænina sem Jesús kenndi okkur. Klukkutími leið og komið var að lokabæninni. Ung kona stikaði fyrir framan okkur, kreisti aftur augun með greipar spenntar undir hökunni og þakkaði Drottni fyrir að við skyldum fá að vera hér samankomin í dag í Hans nafni. Þá fann ég að Anna Dís hallaði sér að mér og hvíslaði upp í eyrað á mér: „Sjáðu! Við erum beint fyrir framan píkuna á henni." Og næst þegar ég heyrði af rómaðri þjónustulund hennar og vinkvenna hennar lét ég það sem vind um eyru þjóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Það voru þrjár stelpur í hverfinu mínu sem aldrei virtust fara út úr húsi svo þær væru ekki að hjálpa mæðrum sínum. Þær fóru út með ruslið fyrir þær, skruppu út í búð eða sátu yfir systkinum sínum á rólóvöllunum. „Ég hitti hana Önnu Dís áðan. Hún var að kaupa mjólk fyrir mömmu sína," sögðu húsmæðurnar í hverfinu og andvörpuðu yfir því að eiga dætur sem dirfðust að leika sér lengur en í hálftíma í senn. Auðvitað skildi maður sneiðina en einhverra hluta vegna fannst mér ég aldrei eiga eftir að ná með tærnar þar sem hjálpfúsa stelpnastóðið hafði hælana. Það tæki því ekki einu sinni að reyna. Anna Dís átti vinninginn af þessari heilögu þrenningu því hún átti bróður með Downs-heilkenni. Hann var fáeinum árum eldri en hún og sást stundum hjóla um hverfið í bláum íþróttagalla. „Það sem hún er dugleg," stundu konurnar í hverfinu þegar systkinin urðu á vegi þeirra og voru svo djúpt snortnar að það var eins og hin signa mær hefði birst þeim og hvíslað að þeim dularfullum skilaboðum. Maður reyndi hvað maður gat að bæla niður samviskubitið yfir hyskninni við heimilisstörfin og á veturna sótti ég í sunnudagaskóla. Björtum barnarómi hvatti ég Kristmenn krossmenn áfram og bað Guð um að gjöra mér lítið ljós. Hjálpsömu stelpurnar létu ekki sjá sig þar, enda vafalítið skorðaðar fastar á bak við eldavélina. Því rak mig í rogastans einn morguninn þegar hin glófexta Anna Dís birtist í sunnudagaskólanum. Hún heilsaði mér glaðlega og settist við hliðina á mér. Hún var allt of góð til að vera hér. Sáu kennararnir það ekki. Af hverju sendu þeir hana ekki heim? En þarna sat hún, hlustaði á biblíusögur, söng sálma og fór með bænina sem Jesús kenndi okkur. Klukkutími leið og komið var að lokabæninni. Ung kona stikaði fyrir framan okkur, kreisti aftur augun með greipar spenntar undir hökunni og þakkaði Drottni fyrir að við skyldum fá að vera hér samankomin í dag í Hans nafni. Þá fann ég að Anna Dís hallaði sér að mér og hvíslaði upp í eyrað á mér: „Sjáðu! Við erum beint fyrir framan píkuna á henni." Og næst þegar ég heyrði af rómaðri þjónustulund hennar og vinkvenna hennar lét ég það sem vind um eyru þjóta.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun