Bandarískir fjárfestar eru uggandi yfir því að björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda muni ekki nægja til að koma á fjármálalegum stöðugleika og auka magn lausafjár í umferð. Þá voru kaup bandaríska bankans Citigroup ekki næg til að róa fjárfesta.
Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur nú fallið um 2,65 prósent og Nasdaq-vísitalan um 3,5 prósent.
Á sama tíma hefur gengi bréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkað um 4,6 prósent í dag en gengi bréfa í félaginu stendur nú í 45 sentum á hlut.