Stórtap hjá AMR 17. apríl 2008 09:54 Við eitt innritunarborða AMR. Mynd/AFP Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. FL Group var um tíma í fyrra stærsti hluthafi flugrekstrarsamsteypunnar en hefur nú selt öll bréf sín. Stjórnendur FL Group unnu að því hörðum höndum að hagræða í rekstri félagsins, svo sem með því að þrýsta á um að AMR seldi vildarþjónustu sína. Tap AMR nemur 1,32 dölum á hlut samanborið við 30 senta hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er verri afkoma en spáð hafði verið en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 1,27 dala tap á hlut. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir stjórnendur AMR nú ætla að draga saman seglin í kjölfar tapsins, sem er að mestu tilkomið vegna hás olíuverðs. Ætli það nú að selja American Beacon Advisors, ráðgjafa- og fjárfestingaarm sinn auk þess að leita annarra hagræðingarleiða. Gengi hlutabréfa AMR hækkaði um 4,1 prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og stóð í 8,92 dölum á hlut í enda dags. Gengið fór hæst í rúma 40 dali á hlut um miðjan janúar í fyrra. FL Group greindi frá því í desembermánuði, nokkrum vikum fyrr, að það væri komið með stóra stöðu í félaginu. Það bætti verulega við sig eftir því sem á leið og sat á um níu prósentum áður en harðna tók í dalnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. FL Group var um tíma í fyrra stærsti hluthafi flugrekstrarsamsteypunnar en hefur nú selt öll bréf sín. Stjórnendur FL Group unnu að því hörðum höndum að hagræða í rekstri félagsins, svo sem með því að þrýsta á um að AMR seldi vildarþjónustu sína. Tap AMR nemur 1,32 dölum á hlut samanborið við 30 senta hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er verri afkoma en spáð hafði verið en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 1,27 dala tap á hlut. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir stjórnendur AMR nú ætla að draga saman seglin í kjölfar tapsins, sem er að mestu tilkomið vegna hás olíuverðs. Ætli það nú að selja American Beacon Advisors, ráðgjafa- og fjárfestingaarm sinn auk þess að leita annarra hagræðingarleiða. Gengi hlutabréfa AMR hækkaði um 4,1 prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og stóð í 8,92 dölum á hlut í enda dags. Gengið fór hæst í rúma 40 dali á hlut um miðjan janúar í fyrra. FL Group greindi frá því í desembermánuði, nokkrum vikum fyrr, að það væri komið með stóra stöðu í félaginu. Það bætti verulega við sig eftir því sem á leið og sat á um níu prósentum áður en harðna tók í dalnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira