Fyrsta fórnarlambið í Evrópu selt til Bandaríkjanna 21. ágúst 2008 10:45 Gunther Braeuning, forstjóri IKB, og Karsten von Köhler, forstjóri Lone Star, á á blaðamannafundi í Franfurt í dag þar sem kaupin voru kynnt. Mynd/AFP Bandaríska fjárfestingafélagið Lone Star ætlar að kaupa 91 prósents hlut í þýska bankann Industriebank IKB. Bankinn hefur glímt við mikla lausafjárerfiðsleika vegna afskrifta á bandarískum skuldabréfavafningum sem tengjast áhættusömum fasteignalánum í Bandaríkjunum. Erlendir fjölmiðlar eru sammála um að bankinn sé fyrsta evrópska fórnarlamb undirmálslánakreppunnar. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Frankfurt í Þýskalandi í dag. Samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar nema afskriftir IKB um 10,3 milljarða evra, jafnvirði 1.257 milljarða íslenskra króna. Unnið hefur verið að því hörðum höndum upp á síðkastið að bjarga IKB frá gjaldþrotahamrinum og veit auknu hlutafé í hann gegn stöðum. Þýski bankinn KfW, sem hefur gefið út einna mest af íslenskum krónubréfum, á 45,5 prósenta hlut í IKB, er stærsti hluthafinn, en hefur reynt að selja hann í tæpt ár, að sögn Bloomberg sem bætir við að KfW hafi ákveðið að selja hlut sinn þrátt fyrir að uppsett verð hafi ekki fengist.Nokkur samkeppni var bankann en Lone Star mun hafa haft betur gegn sænska bankanum SEB Enskilda og bandaríska fjárfestingafélaginu Ripplewood. Bankinn hefur keypt upp verðbréf ýmissa fjármálafyrirtækja með afslætti upp á síðkastið, svo sem frá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch, að sögn Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska fjárfestingafélagið Lone Star ætlar að kaupa 91 prósents hlut í þýska bankann Industriebank IKB. Bankinn hefur glímt við mikla lausafjárerfiðsleika vegna afskrifta á bandarískum skuldabréfavafningum sem tengjast áhættusömum fasteignalánum í Bandaríkjunum. Erlendir fjölmiðlar eru sammála um að bankinn sé fyrsta evrópska fórnarlamb undirmálslánakreppunnar. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Frankfurt í Þýskalandi í dag. Samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar nema afskriftir IKB um 10,3 milljarða evra, jafnvirði 1.257 milljarða íslenskra króna. Unnið hefur verið að því hörðum höndum upp á síðkastið að bjarga IKB frá gjaldþrotahamrinum og veit auknu hlutafé í hann gegn stöðum. Þýski bankinn KfW, sem hefur gefið út einna mest af íslenskum krónubréfum, á 45,5 prósenta hlut í IKB, er stærsti hluthafinn, en hefur reynt að selja hann í tæpt ár, að sögn Bloomberg sem bætir við að KfW hafi ákveðið að selja hlut sinn þrátt fyrir að uppsett verð hafi ekki fengist.Nokkur samkeppni var bankann en Lone Star mun hafa haft betur gegn sænska bankanum SEB Enskilda og bandaríska fjárfestingafélaginu Ripplewood. Bankinn hefur keypt upp verðbréf ýmissa fjármálafyrirtækja með afslætti upp á síðkastið, svo sem frá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch, að sögn Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira