Að hafa áhrif með vali á vöru Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. maí 2008 06:00 Margir hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum og stuðla að betra lífi fólks í fjarlægum og oft á tíðum fátækum löndum. Ýmsar leiðir eru færar og hvers og eins að velja þar. Sumir hafa tekið barn í fóstur, á vegum ABC, SPES og ýmissa annarra hjálparsamtaka, og kosta þannig fæði, klæði og skólagöngu barns sem fylgst er með úr fjarlægð. Aðrir kjósa minna persónuleg framlög, ýmist föst eða tilfallandi. Ein leið sem hægt er að velja til að leggja sitt af mörkum er að kaupa vörur sem merktar eru Fairtrade en sú merking þýðir að vörurnar eru framleiddar og seldar eftir stöðlum sanngjarnra viðskipta. Fairtrade er þannig ekki góðgerðarstarfsemi heldur felst í merkingunni trygging þess að fullrar sanngirni hafi verið gætt við framleiðslu og verslun með vöruna. Hugmyndin bak við Fairtrade er í raun afar einföld og snýst eingöngu um það að greiða framleiðanda vöru sanngjarnt verð fyrir hana. Með því að kaupa Fairtrade merkta vöru stuðlar neytandinn þó ekki bara að því að bændur fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína heldur einnig að því draga úr barnaþrælkun. Eitt af skilyrðum þess að framleiðsla fái Fairtrade vottun er nefnilega að börn framleiðandans gangi í skóla og að börn mega ekki vinna við framleiðslu vörunnar ef heilsu þeirra, þroska eða skólagöngu er ógnað með vinnunni. Auk þess er stutt er við lífræna ræktun með kaupum á Fairtrade vörum. Þannig getur hver og einn neytandi lagt lagt sitt af mörkum til að bæta heiminn með því að kaupa Fairtrade merktar vörur getur. Aukaávinningurinn er svo sá að Fairtrade merktar vörur eru yfirleitt mikil gæðaframleiðsla vegna þeirra skilyrða sem sett eru fyrir því að vörur fái merkinguna. Ávinningurinn er því allra, framleiðenda, seljenda og kaupenda. Fairtrade merktar vörur eru vissulega iðulega aðeins dýrari en sambærilegar vörur, þó er það ekki algilt. Hafa ber einnig í huga að þó að gott sé að eiga þess kost að kaupa ódýrar vörur þá er rétt að hafa varann á þegar vörur eru boðnar til sölu á afar lágu verði. Það gæti nefnilega bent til þess að einhver farið verulega halloka í viðskiptunum einhvers staðar á leiðinni. Það er kannski ekki hægt að bylta með vali sínu á vörutegundum en það er hægt að hafa áhrif samt. Val hins vestræna neytanda snertir nefnilega ekki bara hann sjálfan heldur líka þá sem ræktuðu hana eða framleiddu með öðrum hætti, jafnvel í fjarlægum heimshluta. Það er gott til þess að vita að neytandi á Íslandi getur haft áhrif með vali sínu á vörum. Verslun með Fairtrade merktar vörur hefur vaxið verulega fiskur um hrygg undanfarin ár og það er alls ekki þannig að einungis sé hægt að kaupa Fairtrade merktar vörur í litlum búðum niðri í bæ heldur fást þær líka í helstu stórmörkuðum. Auðvitað er mikill minnihluti varningsins merktur með þessum hætti en það sem samt um að gera að gá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Margir hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum og stuðla að betra lífi fólks í fjarlægum og oft á tíðum fátækum löndum. Ýmsar leiðir eru færar og hvers og eins að velja þar. Sumir hafa tekið barn í fóstur, á vegum ABC, SPES og ýmissa annarra hjálparsamtaka, og kosta þannig fæði, klæði og skólagöngu barns sem fylgst er með úr fjarlægð. Aðrir kjósa minna persónuleg framlög, ýmist föst eða tilfallandi. Ein leið sem hægt er að velja til að leggja sitt af mörkum er að kaupa vörur sem merktar eru Fairtrade en sú merking þýðir að vörurnar eru framleiddar og seldar eftir stöðlum sanngjarnra viðskipta. Fairtrade er þannig ekki góðgerðarstarfsemi heldur felst í merkingunni trygging þess að fullrar sanngirni hafi verið gætt við framleiðslu og verslun með vöruna. Hugmyndin bak við Fairtrade er í raun afar einföld og snýst eingöngu um það að greiða framleiðanda vöru sanngjarnt verð fyrir hana. Með því að kaupa Fairtrade merkta vöru stuðlar neytandinn þó ekki bara að því að bændur fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína heldur einnig að því draga úr barnaþrælkun. Eitt af skilyrðum þess að framleiðsla fái Fairtrade vottun er nefnilega að börn framleiðandans gangi í skóla og að börn mega ekki vinna við framleiðslu vörunnar ef heilsu þeirra, þroska eða skólagöngu er ógnað með vinnunni. Auk þess er stutt er við lífræna ræktun með kaupum á Fairtrade vörum. Þannig getur hver og einn neytandi lagt lagt sitt af mörkum til að bæta heiminn með því að kaupa Fairtrade merktar vörur getur. Aukaávinningurinn er svo sá að Fairtrade merktar vörur eru yfirleitt mikil gæðaframleiðsla vegna þeirra skilyrða sem sett eru fyrir því að vörur fái merkinguna. Ávinningurinn er því allra, framleiðenda, seljenda og kaupenda. Fairtrade merktar vörur eru vissulega iðulega aðeins dýrari en sambærilegar vörur, þó er það ekki algilt. Hafa ber einnig í huga að þó að gott sé að eiga þess kost að kaupa ódýrar vörur þá er rétt að hafa varann á þegar vörur eru boðnar til sölu á afar lágu verði. Það gæti nefnilega bent til þess að einhver farið verulega halloka í viðskiptunum einhvers staðar á leiðinni. Það er kannski ekki hægt að bylta með vali sínu á vörutegundum en það er hægt að hafa áhrif samt. Val hins vestræna neytanda snertir nefnilega ekki bara hann sjálfan heldur líka þá sem ræktuðu hana eða framleiddu með öðrum hætti, jafnvel í fjarlægum heimshluta. Það er gott til þess að vita að neytandi á Íslandi getur haft áhrif með vali sínu á vörum. Verslun með Fairtrade merktar vörur hefur vaxið verulega fiskur um hrygg undanfarin ár og það er alls ekki þannig að einungis sé hægt að kaupa Fairtrade merktar vörur í litlum búðum niðri í bæ heldur fást þær líka í helstu stórmörkuðum. Auðvitað er mikill minnihluti varningsins merktur með þessum hætti en það sem samt um að gera að gá.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun