Frændur góðir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 2. nóvember 2008 06:00 Ég hef lagt mig fram um að fylgjast ekki of vel með fréttum undanfarið. Það tekur tíma að átta sig á atvinnuleysi og öðrum fylgifiskum efnahagsástandsins. Fréttatíminn er ekki lengur eftirsóknarverður. Ein falleg kreppufregn kom hins vegar við mig eins og marga Íslendinga og hún er auðvitað af láninu frá Færeyingum. Það blasir við að lánið er myndarlegt með tilliti til fjölda Færeyinga. Lán þeirra upp á meira en 6 milljarða jafngildir því að íslenska þjóðin hefði lánað annarri þjóð um 36 milljarða, sem mér skilst að sé fjárhæð sem dugar til að reka Landspítalann í heilt ár. Samt held ég að það sé ekki bara upphæðin sjálf sem okkur finnst svo dæmalaust myndarlegur gjörningur. Miklu frekar er það sú staðreynd að þessi fámenna þjóð skuli fyrst af öllum bjóðast til að lána okkur. Þjóðir heims hafa nefnilega ekki beinlínis verið í kapphlaupi við að koma okkur til hjálpar. Færeyingar birtast hins vegar óumbeðnir og bjóða fram aðstoð. Þegar á reynir virðist segin saga að Færeyingar koma til hjálpar, síðast með þjóðarsöfnun eftir snjóflóðin. Við höldum því gjarnan fram að á milli okkar og Dana sé sérstakur strengur. Menn líta jafnvel á Danann sem bróður. Stóri bróðir reynist ágætur yfir bjór. Snobbið er minna fyrir Svíunum og við höfum aldrei litið á þá sem hluta af kjarnafjölskyldunni. Þeir hafa ekki talist innan „circle of trust". Norðmennirnir eru duglegir að hringja og kanna stöðuna, en símtöl er auðvitað ekki það sem vantar. Við höfum ekki heldur mikið af fjarskyldum Finnum að segja. Skyldleikinn blasir þó við þá sjaldan sem við hittum þá, þó þeir séu óskiljanlegir. Þess vegna er bara ágætt að þeir tala lítið. Eftir standa svo Færeyingar, vinalegir og sjarmerandi með heillandi tungu. Við skiljum þá ólíkt betur en aðra fjölskyldumeðlimi sem við látumst þó skilja á fundum. Færeyskar fréttir greina frá 10 prosents minking í bruttotjóðarúrtøkuni og størri arbeiðsloysi enn vanligt, eru útlitini sum Íslendingar hava fyri 2009. Til hughreystingar er vitnað í Geir Haarde forsætisráðharri sem segir að grundstøðið er gott. Tilfinningin hefur verið sú að við séum ein með okkar vanda, en góðir frændur í Færeyjum hafa breytt þeirri tilfinningu. Þó ekki fari mikið fyrir minnsta frændanum í fjölskyldunni er hann alltaf fremstur í flokki þegar á reynir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ég hef lagt mig fram um að fylgjast ekki of vel með fréttum undanfarið. Það tekur tíma að átta sig á atvinnuleysi og öðrum fylgifiskum efnahagsástandsins. Fréttatíminn er ekki lengur eftirsóknarverður. Ein falleg kreppufregn kom hins vegar við mig eins og marga Íslendinga og hún er auðvitað af láninu frá Færeyingum. Það blasir við að lánið er myndarlegt með tilliti til fjölda Færeyinga. Lán þeirra upp á meira en 6 milljarða jafngildir því að íslenska þjóðin hefði lánað annarri þjóð um 36 milljarða, sem mér skilst að sé fjárhæð sem dugar til að reka Landspítalann í heilt ár. Samt held ég að það sé ekki bara upphæðin sjálf sem okkur finnst svo dæmalaust myndarlegur gjörningur. Miklu frekar er það sú staðreynd að þessi fámenna þjóð skuli fyrst af öllum bjóðast til að lána okkur. Þjóðir heims hafa nefnilega ekki beinlínis verið í kapphlaupi við að koma okkur til hjálpar. Færeyingar birtast hins vegar óumbeðnir og bjóða fram aðstoð. Þegar á reynir virðist segin saga að Færeyingar koma til hjálpar, síðast með þjóðarsöfnun eftir snjóflóðin. Við höldum því gjarnan fram að á milli okkar og Dana sé sérstakur strengur. Menn líta jafnvel á Danann sem bróður. Stóri bróðir reynist ágætur yfir bjór. Snobbið er minna fyrir Svíunum og við höfum aldrei litið á þá sem hluta af kjarnafjölskyldunni. Þeir hafa ekki talist innan „circle of trust". Norðmennirnir eru duglegir að hringja og kanna stöðuna, en símtöl er auðvitað ekki það sem vantar. Við höfum ekki heldur mikið af fjarskyldum Finnum að segja. Skyldleikinn blasir þó við þá sjaldan sem við hittum þá, þó þeir séu óskiljanlegir. Þess vegna er bara ágætt að þeir tala lítið. Eftir standa svo Færeyingar, vinalegir og sjarmerandi með heillandi tungu. Við skiljum þá ólíkt betur en aðra fjölskyldumeðlimi sem við látumst þó skilja á fundum. Færeyskar fréttir greina frá 10 prosents minking í bruttotjóðarúrtøkuni og størri arbeiðsloysi enn vanligt, eru útlitini sum Íslendingar hava fyri 2009. Til hughreystingar er vitnað í Geir Haarde forsætisráðharri sem segir að grundstøðið er gott. Tilfinningin hefur verið sú að við séum ein með okkar vanda, en góðir frændur í Færeyjum hafa breytt þeirri tilfinningu. Þó ekki fari mikið fyrir minnsta frændanum í fjölskyldunni er hann alltaf fremstur í flokki þegar á reynir.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun