Strákarnir Guðmundur Steingrímsson skrifar 23. ágúst 2008 06:00 Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir einhverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósanngjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp með tárin í augunum inn í herbergi og lokaði að sér, særður yfir illsku veraldarinnar. Hversu oft langaði ekki óharðnari æsku þessa lands, ef ekki almúga öllum, að senda Staffan nokkrum Olson nokkrar kjarnyrtar níðvísur eða vel orðuð skeyti út af mjög svo óbilgjörnum sigrum hans og hans manna, hvað eftir annað, á strákunum okkar hér í eina tíð? EN svo eru líka allar stundirnar, allt frá barnæsku og upp úr, sem maður hefur hoppað um eins og bjáni heima hjá sér aleinn eða með öðru fólki, í stofum ókunnugra eða á almannafæri í kjölfar frækilegra sigra okkar manna. Þá brosir veröldin. Ég er ekki frá því að þannig hafi íslenska handboltalandsliðið í gegnum tíðina kennt þessari veðurbörðu þjóð að þekkja tilfinningar sínar. Það er kannski bara allt í lagi að hlæja saman eða gráta? Maður þarf ekki alltaf að bera fyrir sig frjókornaofnæmi þegar maður fær tár í augun. SJÁLFUR sat ég ásamt unnustu í bíl á jaðri ítalskrar hraðbrautar í gær við eina af hinum dásamlegu ítölsku vegasjoppum Autogrill og hafði við illan leik náð að tengja tölvuna við þráðlaust net svo að upphrópanir hins íslenska íþróttafréttamanns í beinni á Rás 2 gátu borist okkur eins og úr fjarska. Og þegar sigurinn var staðreynd, þá spruttu, jú, fram smá tár, ég verð að viðurkenna það. Það spruttu fram tár. SVO héldum við áfram að keyra. Stoltir Íslendingar á ferð meðal þjóðar sem veit líklega ekki hvað handbolti er. Á Ítalíu sýndu sjónvarpsstöðvarnar frekar strandfótbolta. Hvað er það, spyr ég. Er keppt í því? Í hjarta mínu er enginn efi. Nú tökum við gullið á morgun og ekkert bull. Ekkert krepputal. Engin árans niðursveifla. Það er bara eitt sem fólk þarf almennt að passa: Það yrði dæmigert fyrir mjög marga að detta rosalega í það á menningarnótt í kvöld, sofa yfir sig og missa af leiknum í fyrramálið. Slíkt myndi leiða til týpískra íslenskra timburmanna: Eftir að hafa bókað sigur fyrirfram er fagnað rosalega til þess eins að missa af sjálfum leiknum og drattast síðan tættur síðdegis fram í eldhús til þess að spyrja hvernig fór. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir einhverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósanngjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp með tárin í augunum inn í herbergi og lokaði að sér, særður yfir illsku veraldarinnar. Hversu oft langaði ekki óharðnari æsku þessa lands, ef ekki almúga öllum, að senda Staffan nokkrum Olson nokkrar kjarnyrtar níðvísur eða vel orðuð skeyti út af mjög svo óbilgjörnum sigrum hans og hans manna, hvað eftir annað, á strákunum okkar hér í eina tíð? EN svo eru líka allar stundirnar, allt frá barnæsku og upp úr, sem maður hefur hoppað um eins og bjáni heima hjá sér aleinn eða með öðru fólki, í stofum ókunnugra eða á almannafæri í kjölfar frækilegra sigra okkar manna. Þá brosir veröldin. Ég er ekki frá því að þannig hafi íslenska handboltalandsliðið í gegnum tíðina kennt þessari veðurbörðu þjóð að þekkja tilfinningar sínar. Það er kannski bara allt í lagi að hlæja saman eða gráta? Maður þarf ekki alltaf að bera fyrir sig frjókornaofnæmi þegar maður fær tár í augun. SJÁLFUR sat ég ásamt unnustu í bíl á jaðri ítalskrar hraðbrautar í gær við eina af hinum dásamlegu ítölsku vegasjoppum Autogrill og hafði við illan leik náð að tengja tölvuna við þráðlaust net svo að upphrópanir hins íslenska íþróttafréttamanns í beinni á Rás 2 gátu borist okkur eins og úr fjarska. Og þegar sigurinn var staðreynd, þá spruttu, jú, fram smá tár, ég verð að viðurkenna það. Það spruttu fram tár. SVO héldum við áfram að keyra. Stoltir Íslendingar á ferð meðal þjóðar sem veit líklega ekki hvað handbolti er. Á Ítalíu sýndu sjónvarpsstöðvarnar frekar strandfótbolta. Hvað er það, spyr ég. Er keppt í því? Í hjarta mínu er enginn efi. Nú tökum við gullið á morgun og ekkert bull. Ekkert krepputal. Engin árans niðursveifla. Það er bara eitt sem fólk þarf almennt að passa: Það yrði dæmigert fyrir mjög marga að detta rosalega í það á menningarnótt í kvöld, sofa yfir sig og missa af leiknum í fyrramálið. Slíkt myndi leiða til týpískra íslenskra timburmanna: Eftir að hafa bókað sigur fyrirfram er fagnað rosalega til þess eins að missa af sjálfum leiknum og drattast síðan tættur síðdegis fram í eldhús til þess að spyrja hvernig fór.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun